Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Síða 65
67
Við þetta er ekkert sérstakt að athuga, því stólparnir geta
reynst vel ór hvoru efninu, sem þeir eru, séu þeir sterkir
og vel um þá búið. Nægilega sterkir járnstólpar úr góðu
járni verða þó vafalaust endingarbetri en tréstólpar.
Uildleiki >"• Hve gildir stólparnir þurfa að vera, er komið
stólpanna. undir því, hve mikla áreynslu þeim er ætlað að
þola, og hversu gott efni er í þeim. Stólpar í hornum þurfa
að vera sterkastir, því á þá reynir mest, en allir aflstólpar *
aðrir þurfa líka að vera vel sterkir. Hornstólpar úr tré ættu
helzt ekki að vera minna en 6x6 þml., þegar þeir eru úr
köntuðu tré, eða 6 þml. í þvermál, ef þeir eru sívalir. Er-
lendir bændur segja, að hornstólpar reynist því betur, sem
þeir séu gildari **. Aðrir aflstólpar geta talist sæmilega gild-
ir, ef þeir eru 5X5 þml. og jafnvel þó þeir séu eigi nema
4X5 þml., ef viðurinn er góður. Séu aflstólpar hafðir úr
járni, þurfa þeir að vera 1'/2 — 2 þml. á kant.
Sé tré haft í millistólpa, þá nægir að gildleikinn sé 3X3
þml. eða 4X4 þml. eftir því, hvort meira eða minna reynir
á þá.
Lengd stólpanna Lengd sn- sem stólparnir þurfa að hafa,
í Jörð niður. fí » fer eftir því, hve há girðingin er og hve
djúpt þeir eru settir. Hæðin yfir jörð þarf eigi að vera yfir
4 fet. En sé um aflstólpa úr tré að ræða, þá verða þeir að
standa alldjúpt í jörð, svo hægt sé að festa þá vek í þessu
efni ber þó einkum að vanda til hornstólpanna. Utlendir
bændur segja, að reynsla sé fengin fyrir því, að hornstólp-
ar reynist því betur, sem þeir standi dýpra. Mismunur er
þó mjög mikill á því, hvað nægilegt er talið að þeir séu
settir djúpt og er það 3—6 fet. Þegar jörðin er föst í sér,
* Svo má nefna alla þá stólpa, sem vírinn er strengdur á. Sé vír
ekki strengdur á stólpann, þá nefnist hann millistólpi.
** Joh. Schumann telur þá ekki mega vera minna en 16—20 cm.
á kant í efra enda (a: hér um bil 6—7V2 þml.), þó þeir séu úr
góðu tré, (sbr. Gærder bls. 13). Ameríkanskir bændur hafa horn-
stólpa oft miklu sverari, jafnvel alt að 18 þml. á kant. Sbr.
-American weekly agriculturist* 5. desbr. 1903, nr. 23, bls. 482