Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Síða 81
83
3. Að úrkomur hömluðu mjög sprettunni síðari hluta sumars
og að alt kartöflugras féll aðfaranótt 4. sept., því fiost
var 5 gr. á Celsius.
Eins og Steingrímur sýslumaður Jónsson tekur fram, byggist
framtíð félagsins að miklu leyti á því, hvernig hinn »til-
búni áburður« reynist. A þessu sumri fékst ekki fullkomin
reynsla fyrir því, en miklar líkur til að hann muni gefast vel.
Hann var hatður á 2 dagsl. en sauðatað á 1V2 dagsláttu.
Gerðar voru all ítarlegar áburðartilraunir í kartöflu og rófu-
görðum og á graslendi, en auk þess voru reynd nokkur
kartöfluafbrigði og mismunandi stórt útsæði.
Félagið seldi á þessu ári 100 tunnur af kartöflum á 8 kr.
tunnuna og 800 pd. af gulrófum á 3 aura pundið.
Utsæðið er að mestu geymt í húsinu, sumt í mómold,
sumt í garðmold og nokkuð þakið þurum streng, en lítið eitt
er grafið í jörð til reynslu.
Það mun vera fátítt, að setja kartöflur á haustin, þó lét
félagið setja fimm tunnur í október í I dagsl.
Astæðan til þess var sú, að ætíð verða nokkrar kartöflur
eftir í görðunum á haustin þegar upp er tekið, meiri hluti
þeirra lifir yfir veturinn og kemur fyr upp og þroskast fyr
og gefur betri uppskeru en það, sem sett er á vorin.
Meiri hluti framkvæmda félagsins var unninn af hlut-
höfum þess, en þó nokkur vinna fengin að. Oft unnu hjá
félaginu 10 — 20 manns, en flest 30 í einu. Álls borgaði
félagið tæpar 2000.00 kr. í vinnulaun.
Á ferð sinni um Þingeyjarsýslu í júlím. skoðaði Sigurður
skólastjóri Sigurðsson framkvæmdir »félagsins« og sagði
fyrir hvernig haga skyldi lokræslunni.
Húsavík 15. marz 1906.
Baldvin Friðlaugsson.
6*