Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Síða 79
Sarðræktarjélag Sleykhuerfinga
1905.
í síðasta ársriti Ræktunarfélags Norðurlands, skýrir sýslu-
maður Steingrímur Jónsson frá stofnun og þá orðnum fram-
kvæmdum Garðræktarfélags Reykhverfinga, en Arni Jónsson
bóndi á Þverá frá garðrækt við hverina og tildrögum til
hennar.
Til framhalds af skýrslu sýslumannsins skal hér, í sem
fæstum orðum, sagt frá helztu framkvæmdum félagsins á
síðastliðnu sumri.
Aðal-framkvæmdirnar voru í því fólgnar að girða alt landið
og brjóta '/4 þess. Girðingin er að mestu leyti garður og
skurður, en nokkur léttir var að læk og ársprænu (Helgá),
sem takmarkar landið á eina hlið. Alls er girðingin 800
faðma löng.
Margir garðblettir voru kringum hverina, er voru allir
til samans I dagslátta, en mikil vinna gekk í að rífa gömlu
garðbrotin, sem um leið bættu stórum hina frjóefnasnauðu
garðbletti, sem oft höfðu gefið beztu uppskeru, en fengið
áburð af skornum skamti. Auk þess voru brotnar og bfinar
undir sáningu 3 dagsl., en 4 dagsl. einplægðar, sem ætlast
er til að teknar verði til ræktunar á næsta sumri.
Halldór Sigurðsson vann að plægingunum og leysti þær
vel af hendi.
Jarðhiti er mikill við hverina, svo ekki frýs jörð á
nokkru svæði næst þeim, en klaki mjög lítill á öðrum stöð-
um. Til þess að verma alt garðlandið, verður hið heita vatn
tír hverunum leitt um það í lokræsum. A þessum ræsum
var byrjað, en auk þess gekk nokkur vinna í útbúnað við
hverina til þess að hafa vald á heita vatninu.
6