Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Blaðsíða 42
44
auðleystari, og koma jurtunum fljótar að notum. í brenni-
steinssúru beinmjöli er talið að vera 11 °/o fosforsýra og
4 °/o köfnunarefni. Það er sagður góður áburður fyrir jarðepli.
Qáanó er leifar af fugla saurindum, sem hafa safnast
fyrir á ýmsum eyjum einkum í Kyrrahafinu. Aður var þessi
áburður notaður mikið, nú minna. Efnasamsetningin er breyti-
leg. Af köfnunarefni getur verið I40/o.og jafnmikið af fos-
forsýru. A Eldeyjunni við Reykjanes er sagt að sé gúanó.
Landstjórnin hefir leigt þá eyju dönskum kaupmanni.
III. Fosforsýruáburður.
Hin helztu efni, sem fosforsýruáburður er búinn til úr eru:
Appatit. Það er steinn. I honum eru 40—42 °/0 fosforsýra.
Hreinn appatit getur verið í æðum eða lögum innan um
bergtegundirnar t. d. í Noregi (Bombe), eða hann er bland-
aður með seguljárni t. d. í norðanverðri Svíþjóð. Hér á landi
finst fosforsýra í blágrýtinu, sem að líkindum stafar frá appa-
tit, þó eigi sé hægt að greina hann með berum augum.
Fosforit er appatit sem er blandaður með járnsýringi og
aluminium. Það er lítið notað í fosforsýruáburð, því að þau
efni eru mjög torleyst.
Kíaprolitar eru steind saurindi úr dýrum, sem hafa lifað í
fornöld. Osteolitar eru steind bein. I þessum efnum er 20 °/o
fosforsýra. Þau finnast í jarðlögum á Englandi, Frakklandi
og víðar.
Af beinum, beinösku og beinkolum, er einnig búinn til fos-
forsýruáburður.
I hinum nefndu efnum er fosforsýran í sambandi við kalk
(þríbasiskt fosforsúrt kalk). Það er óuppleysanlegt í hreinu
vatni, en sé vatnið blandað með einhverjum sýrum, getur
það leysts upp. I þessu ásigkomulagi hafa því efni þessi
mjög litlar verkanir. Þó leysist nokkuð af þeim upp í kalk-
blöndnum mýrajarðvegi. Er það fyrir verkanir moldarsýranna,
kolsýrunnar og kalksins.
Með því að mola hin nefndu efni og blanda þau með
brennisteinssýru breytast efnasamböndin þannig, að þau verða