Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Síða 101
103
7. Hiti og kviknun i heyi.
Hingað til hafa menn álitið, að bakteríur væru þess vald-
andi, að hiti kemur í hey og verður stundum svo mikill, að
kviknar í heyinu og það brennur. Þó hefir þetta ekki orðið
sýnt né sannað með tilraunum. Tveir hollenzkir vísindamenn,
Bockhout og de Vries hafa nýlega mælt hitann í heyi, sem
lá við bruna. Þeir stungu mjórri járnpípu inn f heyið, þar
sem hitinn var mestur og skutu svo hitamæli (maximum-
mæli) á járnvír inn í pípuna. Hitinn reyndist 96 gr. á Celsius.
Þann hita þola bakteríurnar ekki, svo þær geta ekki starfað
að íkveikjunni. Það hefir líka reynst svo, að hey, sem gjört
hafði verið bakteríulaust, ornaði og tók sömu efnabreyting-
um, eins og hey, sem hitnar í sjálfkrafa, ef hiti og raki var
leiddur að því. Bakteríurnar geta því engan hlut átt í hit-
anum, en hann hlýtur að orsakast af einhverjum efnabreyt-
ingum, sem enn eru óþektar.
Vonandi tekst vísundunum innan skamms að varpa ljósi
yfir þetta atriði. Það væri ekki lítilsvert fyrir okkur Islend-
inga að vita með vissu, hvernig í þessu lægi og kunna tök
á því að tempra heyhitann eftir vild. Þeir dagar kunna að
koma.
St. st.