Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Page 41
43
Hvalgúanó er búið til úr þurri hvalmegru og hvalbeinum.
Þetta er malað. Það og beinmjöl eru þau einu tilbúnu á-
burðarefni, sem búin eru til hér á landi við hvalveiðastöðv-
arnar. Arið 1903 var flutt af þessum áburðarefnum út úr
landinu 521,600 pund og nam verð þess 16,161 krónum. Mjög
lítið er notað í Iandinu sjálfu af áburðarefnum þessum.
I hvalgúanói er talið að sé 6—8 °l0 köfnunarefni og 10—
13 °/0 fosforsýra.
í Fisk- og hvalgúanói eru næringarefnin í torleystum sam-
böndum, sem þurfa að leysast í sundur og breytast áður en
þau geta komið jurtunum að notum. Efnasamböndin leysast
og seinna í sundur vegna þess, að í þeim er töluvert af
fitu.
Aburðarefni þessi gera mest gagn á kalkblöndnum jarð-
vegi, því þar leysast þau fljótt í sundur. Gott er að nota
þau, sem undirburð undir þökur, þar leysast áburðarefnin
smátt og smátt upp og koma jurtunum að notum. Efni þessi
verka í 3—4 ár.
BeinmjöL Það er möluð bein. A stundum eru beinin
einnig soðin eða gufuseydd. Það er gert aðallega til þess
að fitan náist sem bezt úr beinunum, því þá verða næringar-
efnin í þeim auðleystari.
Efnasamsetning beinmjölsins eru nokkuð mismunandi. Vana-
lega er hún talin að vera:
Köfnunarefni. Fosforsýra.
% %
í hráu beinmjöli 4.5 18.5
- gufusoðnu beinmjöli 4.0 22.0
- gufuseyddu beinmjöli 2.5 27.5
Um notkun beinmjöls er sama að segja og um notkun
fiskigúanós og hvalgúanós. Gufuseytt beinmjöl kemur fljótast
að notum. Annars vara verkanir beinmjöls í 3—4 ár.
Brennisteinssúrt beinmjöl. Það er búið til á þann hátt, að
brennisteinssýru er blandað saman við beinmjölið. Við það
breytast efnasamböndin í beinunum þannig, að þau verða