Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Síða 72
74
2. Gulrófujafningur.
Efni:
2 pd. gulrófna, 2 matskeiðar smjörs,
■/2—'2 pt. vatns, 2 — hveitimjöls,
i teskeið salts, i — sykurs.
Gulrófurnar eru þunnflysjaðar og skornar í litla ferkantaða
bita sem látnir eru jafnóðum í kalt vatn og þvegnir vel.
Svo eru þær soðnar í lítið eitt söltu vatni svo miklu að vel
fljóti yfir þær. Skulu þær sjóða í 20—30 mínútur.
Smjörið er hrært þangað til það er vel kramt, þá er
mjölið hrært saman við það smátt og smátt. 10 mínútum
áður en róturnar eru fullsoðnar er þessi jatningur látinn útí
og hrært vel í á meðan hann er að renna og jafna vatnið.
Loks er sykurinn látinn í, og salti bætt í eftir smekk.
Gulrófujafningur er borinn á borð í kartöflufati eða á
djúpum diski, og borðaður með soðnu kjöti og fiskmeti.
3. Brúnaðar gulrófur.
Efni:
2 pd. gulrófna, 1 peli vatns,
2 matskeiðar smjörs, '/2 teskeið salts,
1V 2 — sykurs.
Gulrófurnar eru flysjaðar og skornar í aflanga bita, er
látnir eru í kalt vatn. Gulrófubitarnir eru svo þerraðir vel
með þurrum klút þangað til engin bleyta er á þeim.
Sykurinn og smjörið er brúnað saman þar til hvortveggja
er Ijósbrúnt orðið. Þá eru gulrófurnar látnar í og þarf að
snúa þeim oft og stöðugt, svo þær verði jafnbrúnar öllu-
megin. Saltinu er stráð yfir og vatninu helt á. Vel feldur
hlemmur er síðan látin yfir og rófurnar soðnar í 10—15
mínútur. Salti og sykri er bætt við eftir smekk.
Brúnaðar gulrófur eru bornar á borð í kartöflufati eða á
djúpum diski og borðaðar með ýmsum steiktum kjötmat.