Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Qupperneq 59
6i
»Ein af þeim mikilvægu uppgötvunum, sem bíða skarprar
úrlausnar efnafræðinganna, er sú, að ná tangarhaldi á köfn-
unarefni loftsins og gera það að hentugri fæðu fyrir plönt-
urnar.«
Því betur sem vér lærum að breyta afli vatns, vindar og
sólar í rafmagn, því meiru getum vér náð og notfært oss af
þeim 5 miljónum punda af köfnunarefni, sem hvílir eins
og ónotaður höfuðstóll á hverri vallardagsláttu á yfirborði
jarðarinnar.
Þess skal að síðustu getið, að áburðarefni þetta er selt í
þvf áslandi, að í því er um 8—g °/o köfnunarefnis og um
20—22 °/o kalks í mismunandi samböndum. Söluverð áburðar
þessa lagar sig eftir venjulegu verði köfnunarefnisins í Chili-
saltpétri.
Aburður þessi hefir þegar verið mikið reyndur. Arangurinn
hefir alstaðar verið í samræmi við það, er ætla mátti, að
köfnunarefnið í kalksaltpétri reyndist engu miður en köfn-
unarefnið í Chilisaltpétri. Auk þess eru verkanir kalksins
oftast til bóta.
* *
*
Nákvæmari skýringu á saltpétursgerðinni má lesa í »Uge-
skrift for Landmændc, 1905, nr. 52.
Grein þessi er að mestu þýðing og útdráttur úr ritgerð
þeirri, er þar stendur.
í febrúarhefti búnaðarritsins norska »Tidskrift for det
norske Landbrug* í ár, er mjög fróðleg skýrsla um tilraunir
þær, sem gerðar hafa verið næstliðin 3 ár með þessi nýju
áburðarefni, eftir John Sebelien yfirkennara við landbúnaðar-
háskólann í Asi. Þessar tilraunir hafa verið gerðar víðsvegar
á Þýzkalandi, í Svíþjóð og í Noregi og þeim ýmislega hag-
að, til þess að fá sem nákvæmastar og víðtækastar upplýs-
ingar um verkanir áburðarins. Tilraunir þær, sem höf. hefir
gert síðastl. sumar, sýna ótvíræðlega að kalksaltpéturinn
norski er engu síðri til áburðar sem köfnunarefnissamdand