Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Blaðsíða 25
27
Snertandi framræslu (á 12 stöðum)
— garðrækt (- t 2 — )
vatnsveitingar (-6 — )
girðingar (- 2 — )
— nýræktun ("3 — )
trjárækt (- I — )
Mælingar voru gerðar á 6 stöðum.
Svarðleit var gerð á 2 stöðum.
Alls 44 sérstakar leiðbeiningar.
Auk þess átti eg að veita leiðbeiningu með áburðartil-
raunir á ýmsum stöðum, og gerði eg það að því leyti,
að eg sagði fyrir þeim á 4 stöðum.
Um ýms túnræktaratriði var og leitað upplýsinga hér og
þar.
I Viðvikurhreppi varð ekki neitt af yfirferð, þótt ýmsir
hetðu óskað eftir manni heim til sín. Stafaði það af ann-
ríki, er eg hafði. Leiðbeiningar um áburðartilraunir lét eg
þó í té í Kýrholti og ýmsar aðrar leiðbeiningar hér og
þar, t. d. á Kolkuósi, snertandi garðrækt og tilbúinn á-
burð.
Ettir ósk manna í Hofshreppi fór eg út í Hofsós í ágústm.
og hélt þar fyrirlestur fyrir bændum í húsi Goodtemplara.
Fyrirlesturinn var aðallega samkvæmt ósk manna um
brúkun hesta til jarðyrkjustarfa og hagnað þann, er af
henni leiðir til framfara í jarðyrkju.
Veður var vont daginn sem fyrirlesturinn var haldinn, enda
vai hann ekki neitt fjölsóttur (30—40 manns).
Vatnsleysu 22. des. 1905. v- r <a •••
Josef J. Jjornsson.
4. Sigurður Pálmason búíræðingur ferðaðist um nokkurn
hluta Húnavatnssýslu 24.—26. dag maímánaðar og 7., 18.
og 28. júní.
Hann kom á 30 bæi. Störf hans voru einkum fólgin í því
að velja garðstæði, gefa upplýsingar viðvíkjandi undir-
búningi jarðvegsins, áburði í garðana og hirðingu þeirra.
Einnig um vermireiti, niðursetningu rófnafræs og jarðepla,
sumarhirðing garða og um geymslu algengustu matjurta.