Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1905, Side 19
21
Samskonar áburður hefir í ár verið notaður á öllum
stöðunum, en það er á dagsláttu stærð, sem svarar:
10000 pd. af mykju,
200 — - superfosfat 20 °/o,
300 — - kainit eða 100 pd. kali 37 °/o,
50 — - brennisteinssúru ammoniaki,
25 — - chilisaltpétri.
Fræinu var raðsáð með 18 þml. bili á milli raða. Rað-
irnar grisjaðar svo að 12 þml. bil varð á niilli plantanna
í röðunum. Jarðvegurinn er eigi eins á öllum stöðunum,
en nokkuð mismunandi. Af því stafar að líkindum að
nokkru leyti mismunur sá, sem er á uppskerunni, þó
hann geti einnig stafað af því, að áburðurinn hafi ekki
getað komið að jafn góðum notum á öllum stöðunum,
að misjafnlega vel hafi verið vökvað o. s. frv. — Eti
hvernig sem á þetta er litið, þá sýna tilraunirnar, að
fóðurrófur geta náð góðum þroska nér á Norðurlandi,
og það jafnvel í köldum sutnrum.
7. Tilraunir með matjurtir.
Af matjurtum voru reyndar allar sötnu tegundir og
sumarið 1904, en auk þess nokkrar aðrar. Enn er þó eigi
farið að gera ítarlegar tilraunir með garðjurtir að undan-
teknum gulrófum og nokkrum káltegundum. Á síðastliðnu
sumri var spretta garðjurtanna ekki eins góð og sumarið
1904. Blómkál og gulrófur náði þó góðum þroska.
Á næsta ári verður hægt að gera víðtækari tilraunir,
þar eð jarðvegurinn er nú orðinn vel myldinn og búinn
að fá góðan undirbúning.
8. Tilraunir með tré og runna.
Þeim tilraunum hefir verið haldið áfram á líkan hátt
og áður. Allmikið af plöntutn hefir verið flutt út um land
og gróðursett. í tilraunastöðinni hefir miklu verið sáð af
tréfræi. Nokkuð af plöntum hefir og verið útvegað frá
útlöndum.