Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Qupperneq 38
40
sem landbúnaðurinn hefur greitt á undanförnum áruin fyrir
aðkeyptan vinnukraft, verið í fullkomnu ósainræmi við laun
þau, er meðalbóndanum eru ætluð.
Það ákvæðisvinnuskipulag, sem tekið hefur verið upp
gagnvart bændum tneð verðlagningu landbúnaðarvara, er í
sjáffu sér gott og hlýtur að verða grundvöllur hliðstæðs
skipulags, hvað aðrar stéttri þjóðfélagsins áhrærir. Eðlilegt
og sanngjarnt er að leggja til grundvallar verðmæti þeirrar
framleiðslu, er meðalbóndinn skilar, með hliðsjón af áhættu
Iians og vinnutíma, þegar sá lráttur verður upp tekinn, að
greiða öðrum stéttum þjóðfélagsins laun í samræmi við af-
köst þeirra og þjðfélagslegt gildi þeirra starfa, er þær inna
af höndum.
Búsetuskylda og hagnýting landsgœða.
Ég hef áður drepið á það, að örðugt sé að andmæla fækk-
un býla og samanfærslu byggðarinnar, ef málið er einvörð-
ungu skoðað og rökrætt frá sjónarmiði efnishyggjunnar.
Þessi skammsýna hóglífisstefna hefur á undanförnum árum
haft sig mjög í frammi, en þó hygg ég og vona, að framsýni
vor, skyldurnar við landið, þjóðarmetnaðurinn og skilning-
ur á þýðingu sveitanna fyrir uppeldi þjóðarinnar, verði
drýgri, er til lengdar lætur. Verður nú vikið að ýmsu því
helzta, er mælir gegn því, að vér röskum verulega þeirri
byggðaskipun, er hér hefur staðið í þúsund ár.
Lítil þjóð, sem vill eiga sitt land óátalið og óáreitt og er
þess eigi megnug að verja það með vopnum, verður að helga
sér með búsetu alla þá hluti þess, er byggilegir verða taldir.
Þótt hún geti eigi, vegna mannfæðar, fullnytjað landið, verð-
ur hún samt að teygja bt'isetu sína og framkvæmdir til allra
þeirra landshluta, þar sem ætla má, að öðrum þjóðum væri
hagkvæmt að eiga ítök og setjast að. Af þessunr ástæðum
væri það fullkomlega heimskulegt að rýma algerlega suma
landshluta, þótt hægt sé með góðunr rökunr að sýna fram á,