Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 115
117
því, að það síldarmjöl, sem ætlað er til sölu innanlands, sé
framleitt á þann hátt.
3. Aðalfundur B. S. E. kjósi 3ja manna nefnd til að beita
sér fyrir framgangi framangreindra atriða.“
7. a. Kosningar: Kosning eins stjórnarnefndarmanns til
næstu 3ja ára í stað Ólafs Jónssonar. Var hann endurkosinn
með 11 atkv.
b. Kosnir tveir endurskoðendur til eins árs. Kosnir voru
Ármann Dalmannsson og Jón G. Guðmann. Davíð Jónsson,
sem áður hafði verið endurskoðandi, baðst undan endur-
kosningu.
c. Kosnir tveir menn í nýbýlanefnd. Kosningu hlutu: Ein-
ar Sigfússon, Staðartungu, og Ketill S. Guðjónsson, Finnast.
d. Kosnir þrír menn í nefndir, samkvæmt tillögu allsherj-
arnefndar. Kosningu hlutu: Halldór Guðlaugsson, Hvammi,
Jón G. Guðmann Skarði, og Gunnlaugur Gíslason, Sökku.
8. Hólmgeir Þorsteinsson gat um ýms mál, sem komið
hefðu fram á Búnaðarþingi, og gangi þeirra fyrr og síðar.
Fleira ekki íyrir tekið.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið.
Ólafur Jónsson.
Ketill S. Guðjónsson.
Halldór Ólafsson.
IV. Skýrsla ráðunauts.
Eftirfarandi skýrsla um jarðabætur á svæði Búnaðarsam-
bands Eyjafjarðar sýnir, að þrátt fyrir það, þótt víða sé
mikið unnið að jarðræktarframkvæmdum á árinu 1947, þá
verður þó heildarútkoman á ræktuninni (túnsléttur og ný-
ræt samlagt) allmikið minni en árið 1946. Munar þetta um
allt að 43 ha.
Margar ástæður geta legið til þessa, og engan veginn vil
ég álíta, að þetta stafi af minnkandi áhuga fyrir aukinni
ræktun. Enda víðast hvar alllangt í land með að því marki