Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 41
43
sýn, livað uppeldi barna þeirra áhrærir. Þótt börnin uni hag
sínura prýðilega í sveitinni og séu þess óðfús að dvelja þar
lengur en bara um hásumarið, eru þau samt keyrð aftur
miskunnarlaust til bæjarins, þegar haustar, og látin hanga
þar í sjö til átta mánuði yfir fánýtu skólastagli, mörgum
þeirra til mikils kvalræðis, en lítils gagns. Um hneigðir
barnanna og vilja er ergi spurt.
Svo þegar þessi börn hafa náð fermingaraldri, jafnvel
fyrr, er þeinr oft sárnauðugum troðið í einhvern fram-
haldsskóla, í þeim tilgangi að búa þau undir einhver áreyslu-
lítil milliliðastörf. Það er víst hrein undantekning, að for-
eldrar kaupstaðarunglinga, sem margir hverjir eru upp aldir
í sveit, grennslist eftir því, hvort unglingarnir hafa löngun
til sveitarstarfa, eða geri sér far um að glæða slíkar hneigðir
hjá þeim, og stuðli að því, að þeir velji sér landbúnað að
lífsstarfi. Þessi staðreynd sýnir mjög ljóslega vanmat bæjar-
búanna á landbúnaðinum og þýðingu hans fyrir þjóðar-
heildina.
Aður hefur verið að því vikið, að bæjunum sé það nauð-
syn að standa í nánu sambandi við þróttmikinn landbúnað
og sveitamenningu. Viðskiptin verða þó að vera gagnkvæm,
er til lengdar lætur, ef vel á að fara. Bæirnir soga til sín
verulegan hluta af æskufólki sveitanna, og við því er ekkert
að segja, en þeir verða að skila sveitunum í staðinn nokkrum
hluta af uppvaxandi kynslóð bæjanna, svo hann fái uppeldi
sitt, þroska og verksvið í sveitum landsins, við landbúnaðar-
störf.
Enginn atvinnuvegur er í eðli sínu eins menntandi og
þroskandi sem landbúnaðurinn. Hann er bæði mjög fjöl-
þættur, en auk þess í ákaflega nánum tengslum við gróanda
lífsins og náttúru landsins.
Ræktun, uppeldi og hirðing jurta og dýra eru ekki ein-
ungis geysifróðleg og margþætt störf, heldur líka mjög
vandasöm og menntandi. Margháttuð ræktun og hagnýting
búfjár og hagfræðilegur búrekstur er í raun og veru stór-