Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Qupperneq 62
64
hagnýta þara til áburðar, og þeim bannað að brenna taði.1 x)
Rentukammerinu þóttu tillögur þessar ganga of langt. Er
í álitsskjali þess bent á, að sakir stærðar landsins sé ómögu-
legt, að allir bændur geti lært akuryrkju af hinum erlendu
bændum á svo skömmum tíma. En árangur tillagna Skúla
var sá, að gefin var út konungleg tilskipun 30. marz 1754, þar
sem verzlunarfélaginu er boðið að flytja sáðkorn til landsins
næstu 3 ár. En amtmanni er falið að hvetja bændur til betri
hirðingar á áburði og til að gera kálgarða.12) Mun beinum af-
skiptum stjórnarvaldanna lokið af því máli að sinni.
En hvernig heppnuðust svo akuryrkjutilraunir hinna er-
lendu bænda? Svo vel vill til, að til er allnákvæm frásögn um
störf þeirra í Eerðabók Eggerts og Bjarna. En þeir félagar
voru þá á rannsóknarferðum sínum hér á landi og skoðuðu
sjálfir akurblettina. Skal þeim nú lýst að nokkru.
Svo má telja að skipti í tvö horn um framkvæmdir og ár-
angur tilraunanna á Norður- og Suðurlandi.
Norðanlands skoðuðu þeir félagar akurbletti á 5 stöðum,
þar af 4 í Húnavatnssýslu: Þingeyrum, Viðidalstungu, Ási
og Marðarnúpi í Vatnsdal. Voru þeir allir gerðir undir um-
sjá Bjarna Halldórssonar sýslumanns. Á Þingeyrum voru 2
akurblettir. Annar var í frjóu túni og spratt vel, en kjarninn
í öxunum harðnaði ekki, svo að kornið var notað til fóðurs.
í hinum akrinum spratt grasið að vísu, en ekkert korn kom
í axið, en á hinum stöðunum spruttu einungis örfáar spír-
ur. En á öllum þessum stöðum var það sameiginlegt, að
akrarnir höfðu verið settir niður í ófrjótt mólendi, þar sem
jarðvegur var leir, blandinn rauðajárni. Er svo að sjá af frá-
sögninni, að hvergi hafi verið borið í akrana, nema lítils-
háttar af mykju á Þingeyrum. Það sem réð vali akurstæð-
anna var, að >nenn liöfðu þá trú, að túnjörðin væri offrjó,
og einnig sáu menn eftir svo góðu landi undir tilraunirnar.
Fimmti bletturinn var á Hölum í Hjaltadal, og var þar sömu
sögu að segja. Hins vegar höfðu menn á ýmsum stöðum sáð
fáeinum kornum sér til gamans. Og geta þeir félagar þess, að