Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Qupperneq 95
97
eigin heimkynna, og því nokkuð óvíst, hve vel það dugar
annars staðar, begar það verður aftur að sætta sig við eðlilega
fóðrun og venjulega mergð í haga.
Hvernig, sem það annars reynist, verður það að teljast
mikill skaði ef t. d. hið þrautræktaða, þunga og ullarprúða
þingeyska fé líður alveg undir lok, eins og nú horfir, ef ekki
er að gert. Þá myndu hændur á Norðurlandi og annars stað-
ar þar, sem þingeyskt fé hefur fundið hentug lífsskilyrði,
verða á bak að sjá því hæfasta og arðmesta fé, sem þeir hafa
nokkurn tíma átt, kyni, sem tekið hefur langan tíma að móta
og festa, og alveg óvíst, hve lengi þeir þurfa að bíða eftir
öðru slíku.
Lítilsháttar tilraunir hafa verið gerðar til að bjarga því
aftur fyrir víglínuna, en miklu meira þarf að gera ef takast
á að koma því undan nokkurn veginn óspilltu.
Annað afbrigði íslenzks fjár, sem helzt sýnist nri ætla að
falla í hjaðningavígum fjárskiptanna, er forystuféð, sem ætíð
hefur hjarað í mörgum sveitum landsins, en lítt eða ekki á
Vestfjörðum, nema óhreint og óræktað.
Það er aðalefni þessarar greinar, að vekja athygli sauðfjár-
ræktenda og sauðfjárunnenda á þessu merkilega fé og þeirri
hættu, sem nú steðjar að því, ef ske kynni, að eitthvað væri
unnt að gera í tíma því til hindrunar, að það deyi út með
öllu, eins og t. d. villta féð í Eystrafjalli og fleiri afbrigði ís-
lenzks fjár.
Þó að forystuféð hafi alla tíð verið fátt og síður en svo arð-
mikið, er þó svo, að margir fjármenn munu sakna þess fram-
ar öllu síns gamla fjár. Ber tvennt til.
í fyrsta lagi er gott forystufé til stórmikils hagræðis á út-
beitarjörðum vegna dugnaðar síns og framsækni. Hafa sum-
ir Þingeyingar tjáð mér, að þeir þykist vart geta haldið hinu
nýja fé sínu til vetrarbeitar síðan forystufé þeirra hneig í val-
inn, og ekkert kom í þess stað að vestan.
í öðru lagi liafa íslenzkir fjármenn löngum haft yndi
mesta af forystufé sínu, alveg án tillits til gagnsemi þess. For-
7