Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Side 43
45
annað hefur notkun véla í landbúnaðinura sín takmörk og
getur orðið of dýru verði keypt.
I landbúnaðinum, sem saman stendur af fjölmörgum
smáum, sjálfstæðum atvinnufyrirtækjum — búum —, koma
hin hagfræðilegu takmörk vélrekstursins fyrr og skýrar í
ljós en við flestan annan atvinnurekstur. Skal þetta nú at-
hugað nokkru nánar.
1. Stærð býlisins og ræktunarástand kemur fyrst til greina,
þegar meta skal vélaþörfina. Frumræktun lands, sem nú er
oftast framkvæmd af félagssamtökum bænda, kemur eigi til
greina í þessu sambandi. Oft er þessa atriðis eigi gætt, svo
sem skyldi, en dýrar og stórvirkar vélar keyptar, þótt notkun
þeirra á býlunum sé í engu samræmi við verð þeirra og af-
köst. Það getur tæplega náð nokkurri átt, að kaupa mjalta-
vélar fyrir 3—4 kýr, mótor-sláttuvél fyrir 5—6 ha. tún eða
súgþurrkunartæki fyrir hlöðu, sem rúmar aðeins 100 Iiesta
af heyi, svo dæmi séu nefnd. Eigi að nota dráttarvél með til-
heyrandi þungum áhöldum, með hagfræðilegum árangri,
verður búið að vera allstórt og öll aðstaða til að koma vél-
unum við að vera sæmilega góð. Á öllum smærri býlum
hentar hestaorkan og hestaáhöld vafalaust bezt, og þárf bú-
skapurinn á þeim býlum eigi að vera óarðvænlegur af þeim
sökum eða lakari heldur en á stóru býlunum.
2. Vélknúin tæki geta vafalaust aukið afköstin við land-
búnaðinn mikið og sparað mannaflið, en þar með er ekki
sagt, að framleiðslan verði þeim mun ódýrari eða afkoma
bændanna þeim mun betri. Aflvélar, með tillieyrandi áhöld-
um, kosta mikið fé, og reynslan mun sýna, að viðhald þeirra
og endurnýjun hefur mikil útgjöld í för með sér, auk þess,
sem olíur til rekstursins mun reynast eigi lítill útgjalda-
baggi. Enn fremur mun koma í ljós, að þótt horfið sé að
vélarekstri, þá er hvorki hægt né ráðlegt að fækka vinnu-
hestum mjög mikið, því eftir sem áður er hægara og hag-
kvæmara að nota hestana við ýms léttari störf, og einni afl-
vél verður eigi dreift við störfin á sama hátt og hægt er að