Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Qupperneq 102
104
þeirra, sem bera aðra einkennandi eðlisþætti forystufjárins.
Munurinn er bara sá, að litararfgengnin er ekki jafnnæm
fyrir truflandi áhrifum erfðalögmálanna, og kemur því upp-
runalegi liturinn miklu oftar fram en forystueðlið.
Það, sem ég nú hef leitazt við að sýna fram á er það, að
allir séreiginleikar forystufjárins, allt það, sem gefur því hag-
rænt og fagurfræðilegt gildi fyrir íslenzka bóndann og fjár-
manninn, eru leifar hins villta eðlis í fari þess, útlit fyrir-
skrifað af náttúrunni, frumstæður lífsþróttur, óspjallaðar
eðlishvatir.
Kosti þessara eiginleika hefur bóndinn notfært sér á ein-
kennilegan hátt sér til gagns og gleði í fábreytileika lífs síns.
Forystan varð eftirlætisgoð hans og tryggðavinur.
Því hefur liún fengið leyfi til að líta sólina fram á þenn-
an dag.
En nú er svo komið, að forystukindin er í háska stödd.
Forystan, sem í þúsund ár hefur ráfað öræfi og klifrað fjöll
lands vors, -sem frá öndverðu hefur rutt leiðina í gegnum
skafla og ófærur og þráfaldlega leitt hjörðina og jafnvel eig-
andann sjálfan út úr hríðinni heim í hlýju og öryggi fjárhús-
anna eða með háttarlagi sínu varað við yfirvofandi byljum,
nú er svo komið, segi ég, að hún er í háska stödd, háska, sem
ekki verður bægt frá með þeim ráðum, sem hún hefur beitt
til sigurs gegn hættum og hríðum lands síns frá ómunatíð.
í þeirri tortímingarherferð, sem nú er hafin gegn sauð-
fjárplágunum, er greinilegt, að gengið verður milli bols og
höfuðs á öllu bezta forystufé landsins.
Á næstu tveimur til þremur árum skolast það burt með
öldum niðurskurðarins, og það er allsendis óvíst að hægt
verði að rækta upp aftur nothæfan stofn af vestfirzkum upp-
runa einum saman.
Ég vil beina þeirri spurningu til sauðfjárbænda, livort
ekki sé ástæða til að gera rækilega tilraun til að bjarga voru
góða og gamla forystufé frá algjörri glötun, áður en það er
um seinan. Ekki ætti það vera ógerningur.