Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 47
49
hátt inn í rekstur bóndans og áætlanir. Auk þess, sem bænd-
urnir fá lítið við það ráðið, hvort þeir sæta viðunandi kjör-
um eða afarkostum í viðskiptunum við þessa hjálparkokka.
Eg veit mætavel, að ekki verður hjá því komist, að ís-
lenzkir bændur kaupi vélar, og sumir eiga, eins og sakir
standa, varla annars kosts. Ég er ekki heldur andvígur því,
ef kaupin eru gerð af skynsemi, vélarnar notaðar með hag-
sýni og bændurnir frá cindverðu gera sér fulla grein fyrir
getu þeirra og takmörkunum, kostum og göllum. Það er
þó sannfæring mín, að miklum meiri hluta íslenzkra bænda
muni benta bezt, er til lengdar lætur, orka sú, er landbúnað-
urinn sjálfur getur framleitt — dráttarhestarnir — og verk-
færaeign, sem er sniðin við þeirra hæfi. Það er því mjög
áríðandi, þrátt fyrir alla véltækni, að lögð sé áherzla á upp-
eldi góðra dráttarhesta fyrir íslenzkan landbúnað.
Þá er það sannfæring mín, að þjóðfélagslega séð sé það
mjög æskilegt, að þeim, er stunda landbúnað og hafa upp-
eldi sitt af honum, fjölgi til mikilla muna á kostnað milli-
liðastéttanna í kaupstöðunum, sem tvímælalaust eru orðnar
alltof fjölmennar og í engu samræmi við tölu þeirra, er
stunda raunhæf framleiðslustörf.
Atvinnnskipting og verðlag.
Skipta má allri þjóðinni í tvo hópa, framleiðendur og þá,
er eigi framleiða. í fyrri flokknum eru nær einvörðungu
þeir, er stunda landbúnað og sjávarútveg, en í binum allar
aðrar stéttir, hverju nafni sem nefnast.
Því verður eigi neitað, að öll velferð þjóðarinnar og vel-
megun veltur á framleiðslunni, og þarf það síður en svo að
vera nokkurt hnjóð til þeirra, er eigi fylla þann flokk, en
vissulega liafa allir gott af að hugleiða það, á hverju líf
þeirra og afkoma veltur og hvern þátt þeir eiga í því, að
bæta hana eða rýra.
Um atvinnuskiptingu þjóðarinnar yfirleitt bef ég ekki ný
4