Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Qupperneq 81
83
Svipuð sjúkdómseinkenni og þessi sjást við steinefna-
skort fullvaxinna dýra, en þar finnast þó ekki þau einkenni,
sem hindra eðlilegan þroska hinnar vaxandi beinagrindar
(t. d. grindaþrengslin, hryggskekkja o. fl.). Þótt kalk og fos-
fór finnist mestmegnis í beinagrind líkamans (um 99% af
kalkinu og um 80% af fosfór), þá finnast þau einnig víða
annars staðar í líkamanum í þýðingarmiklum efnasambönd-
um, og vil ég í því sambandi sérstaklega minnast á þýðingu
þeirra í blóðinu.
Hjá kálfum er fosfórmagnið í blóðinu 6,8—9,5 mg %
(þ. e. 6,8—9,5 mg fosfór í 100 cm3 blóðvökva), en af kalki
finnst þar 11,0—12,8 mg. %.
Hjá fullþroska kú er fosfórmagnið í blóðinu um 5 mg %
og kalkmagnið um 9,0—11,0 mg %.
Tölur þessar sýna, að meðan líkaminn er í vexti, berst
meira af þessum byggingarefnum hans eftir blóðæðum lík-
amans, en hjá fullvöxtnum líkama eiga tölurnar eðlilega að
vera nokkuð fastskorðaðar. Vissir kirtlar (gl. parathyreoidea)
gefa frá sér hormón (colliphormon), sem leitast við að halda
kalkmagninu í blóðinu stöðugu, og tekst það lengi vel, þrátt
fyrir of lítið meltanlegt kalk í fóðrinu. Þá er tekið kalk úr
forðabúri líkamans (beinunum). Ef svo gengur lengi, mun
þó forðabúrið einnig tæmast, og þá hrapar kalk- og fosfór-
innihald blóðsins niður. Þegar kalkinnihald blóðsins hefur
hrapað um helming (niður í 5 mg %), tökum við eftir sjúk-
dómseinkennum, sem flestir kannast við, t. d. sést tilfinning-
arofnæmi í húð,deyfð og lystarleysi, doði og jafnvel krampar.
Kalk er talið nauðsynlegt í blóðinu til þess að hjartavöðv-
arnir starfi eðlilega. Ef kalkið í blóðinu hrapar niður í
3 mg %, getur hjartað stöðvast skyndilega (slag).
Við langvinnan fosfórskort sjást oft einkenni vanþrifa með
þurru og úfnu háralagi og strengdri húð. Þá sjást oft sleikj-
ur og alls konar ósiðir, t. d. ullarát hjá kindum, svín éta
eyrun hvort af öðru, hænan étur egg sín, nautgripir sækj-
6*