Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Blaðsíða 24
Garðyrkjuskýrsla 1946-1947
Það er ekki svo mikið að segja um garðyrkjuna þessi tvö
undanfarin sumur. Það hefur gengið dálítið svona upp og
ofan, skipzt á með skin og skúrir, og stundum líka hret, sem
oftast koma illa við gróðurinn.
En þetta er bæði gömul og ný saga, hér á okkar landi,
sem við ráðum ekki við, og getum því ekki annað en reynt
að vera við öllu búin, en það vill ekki alltaf takast vel, hvað
garðyrkjuna snertir.
Trjágróður. Sumarið 1945 var mjög gott, og hélst góð-
viðrið fram á haust, svo trjágróðurinn fékk góðan tíma til
að þroska sprota sína og búa sig undir veturinn.
Um miðjan apríl, vorið 1946, var orðið nærri snjólaust
í stöðinni, lítill klaki í jörð og sums staðar farið að þorna
um og einnig farið að byrja að lifna yfir trjágróðrinum.
Honum fór þó hægt fram, þar til um miðjan maí, þá hlýn-
aði tíðin og hver angi fór að búna sig undir að breiða úr
blöðum sínum og taka móti sumri og sól.
En um mánaðarmótin maí og júní, kom frost og hríð,
sem stóð í fleiri daga, týndi þá mörg lítil trjáplanta lífinu,
og fyrir allan trjágróðurinn var það stór hnekkir. Meira að
segja kólu stór tré.
Um 17. júní voru tré og runnar nokkurn veginn laufg-
uð, og ögn farin að blómstra. Voru blómin á flestum trján-
um með minna móti, nema á Gullregni, sem náði því að
blómstra afburða vel og var mikil gleði að því.
Dálítið af trjá- og runnaplöntum var látið burt í vor.