Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Qupperneq 112
114
Stefán Sigurjónsson með 7 atkv.
Halldór Ólafsson með 6 atkv.
4. Önnur mál:
a. Formaður sambandsins las upp bréf frá Gísla Krist-
jánssyni, ritstjóra „Freys“, er fjallaði um það, að í sambandi
við nautgripasýningar, er halda ætti í Eyjafirði vorið 1948,
yrði komið á allyfírgripsmikilli héraðssýningu.
b. Kosin allsherjarnefnd. Kosningu hlutu: Magnús Krist-
jánsson, Magnús Jónsson, Pétur Hólm, Sverrir Guðmunds-
son, Ketill S. Guðjónsson.
c. Stefán Stefánsson, fulltrúi Bún. Svalbarðsstrandar, gat
þess að bændur á Svalbarðsströnd hefðu áhyggjur af, hvað
þeir stæðu varnarlausir fyrir því, hvernig sá fóðurbætir væri,
sem þeim væri seldur, og óskuðu eftir því, að eitthvað væri
gjört af aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar til þess að
fá þetta lagfært.
Málið var rætt töluvert mikið, og að því loknu vísað til
allsherjarnefndar.
d. Fulltrúi Grýtubakkahrepps, Sverrir Guðmundsson,
óskaði eftir upplýsingum um, hvernig ýms atriði viðvíkjandi
lögunum um ræktunarsamþykktir væru framkvæmd.
Nokkrir fulltrúar tóku til máls og ræddu málið aftur og
fram og upplýstist það töluvert á ýmsan hátt.
Er hér var komið var fundi frestað til kl. 10 næsta dag.
Formaður gat þess, að hann hefði fengið Edvard Sigur-
geirsson til að sýna fundarmönnum mynd frá Heklugosinu
kl. 6 að kvöldi, og komu fulltrúarnir þá saman og nutu
myndarinnar með mikilli ánægju.
Laugardaginn 31. jan. var fundur settur um kl. 10 f. h. og
var þá tekið fyrir álit fjárhagsnefndar.
5. a. Gunnlaugur Gíslason hafði framsögu og lýsti yfir áliti
nefndarinnar. Tillaga nefndarinnar um fjárhagsáætlunina
var lítið rædd, og þá samþykkt svohljóðandi