Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Qupperneq 78
80
Greinar þessar hafa, nokkuð breyttar, áður birzt í dag-
blaðinu „íslendingur", Akureyri.
Kalk- og fosfórskortur nautagripa.
Það er engum efa bundið, að kalk- og fosfórskortur, bæði
leyndur (latent) sem ljós, er algengur hjá nautgripum vor-
um, bæði ungum, vaxandi dýrum, en þó einkum hjá góð-
um, hámjólka kúm.
I sumum sýslum landsins hefur síðustu árin átt sér stað
róttæk breyting á búnaðarháttum manna. Sauðfjárræktin
víkur úr vegi fyrir vaxandi eða sumst staðar nær einliliða
nautgriparækt; þetta sjáum við einkurn á suður- og suð-
vesturlandi, en t. d. hér norðan lands í Eyjafirði. Þessar rót-
tæku breytingar hafa óhjákvæmilega í för með sér aukna
ræktun landsins.
Hinar víðlendu nýræktir og sáðsléttur valda þó ýmsum
örðugleikum. Oft ræðst bóndinn í meiri ræktunarfram-
kvæmdir, en vinnukraftar hans leyfa. Afleiðingin verður
sú, að nýræktin verður ekki undirbi'iin sem skyldi; til þess
skortir oft vélar, nægan húsdýraáburð í flögin, hæfilega
framræslu og jafnvel tíma. A nýræktirnar er mjög borinn
útlendur áburður, oft nokkuð einhliða, og fer það stundum
eftir því, hvaða tegundir útlends áburðar eru fáanlegar á
markaðinum, stundum eftir fjárráðunr bóndans, og oft veit
hann ekki gjörla, hvaða tegundir og magn þeirra ber að
nota, en það getur hann varla vitað, þegar ekki eru kunn
efnasambönd og ástand jarðvegs þess, sem vinna skal.
Það er vert að gefa þessum atriðum nægan gaum, því hér
hefur taðan alla tíð verið undirstöðufóður kýrinnar, og það
ber að kappkosta, að efnasambönd lrennar séu sem fjöl-
þættust og auðmeltanleg.
Úr sér sprottin nýræktartaða, ræktuð undir framanskráð-
um skilyrðum, er að mínu áliti alltof algeng hjá okkur og
á vissulega drjúgan þátt í hinum vaxandi vanhöldum naut-