Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Side 32
34
skilgetið afkvæmi efnishyggjunnar, er fest hefur rætur og
clafnað vel í öllum svo kölluðum menningðarríkjum verald-
arinnar, og má því segja, að efnishyggjan verði fastari í
sessi og ítök hennar í mannkyninu aukist með óstöðvandi
iiraða.
Hvar er þá sálhyggjan og hennar ríka?
Þessu mætti svara þannig; að hennar ríki sé eigi af þess-
um heimi, en varla er þó það svar rétt. Einhverjir kynnu
að ætla að sálhyggjunnar sé helzt að leita i kenningum
kirkna og trúarstefnum, en ekki mun það heldur fyllilega
rétt. Sálhyggja kann að vera kjarni og undirrót flestra trúar-
bragða, en eins og þau venjulega birtast oss, eru þau að
miklu leyti bundin í hálfvélrænt form og lögmálskerfi til
framdráttar efnishyggjunni og lögákveðnar stjórnarhátt-
um, en engin sálræn, andleg fullnæging.
Áður lengra er haldið, mun rétt að kveða nánar á um
það, hvað sálhyggjan er og hvað greinir milli hennar og
efnishyggj unnar.
Sálhyggjan lítur á söfnun auðs og þaéginda og alla ftill-
nægingu líkamlegra þarfa, um fram það, sem nauðsynlegt
er til að viðhalda óskertri sálar- og Hkamsorku, sem algert
aukaatriði. Hún telur takmark lífs vors hér á jörðinni fólgið
í þjálfun andlegra hæfileika og sálarlegrar göfgi. Oll mennt-
un og menning á að stefna að því, að vér náum fullu valdi
yfir sjálfum oss, þroskumst í siðfræði og sálrænum dyggðum
og öðlumst innsýn á hin ókunnu, andlegu svið tilverunnar.
Það, sem hér skilur skarpast á milli, er, að efnishyggjan
skoðar jarðlíf vort sem upphaf og endir tilverunnar og telur
því skylt að dekra við það eitt, en sálhyggjan telur jarðlífið
aðeins örstuttan þátt í óendanlegri þróunarkeðju og vill að
vér lifum því í samræmi við það.
Gagnstætt efnishvggjunni hefur sálliyggjan átt sín sterk-
ustu ítök í Austurlöndum. Vera má, að hún hefði getað náð
svo sterkum tökum á fjölmennum þjóðum, að hún hefði
þróazt sem voldug þjóðmálastefna, ef þessar þjóðir hefðu