Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Side 104
Skýrsla
Búnaðarsambands Eyjafjarðar 1946—1947.
I. Um sambandsstarfið o. fl.
Starfsemi sambandsins hefur þessi árin, eins og að undan-
förnu, aðallega verið fólgin í starfi ráðunautsins og svo
styrkveitingum. Er ástæðulaust að fjölyrða um þessi atriði.
Þess skal aðeins getið, að Eðvald Malmquist, sem gerðist
ráðunautur sambandsins vorið 1943, lét af því starfi í árslok
1946 og gerðist ræktunarráðunautur Reykjavíkurbæjar. Síð-
astliðið vor tók við ráðunautsstarfinu hjá sambandinu Vil-
helm Þórarinsson frá Völlum í Svarfaðardal, en hann hefur
nú horfið frá því aftur. Þessi tíðu mannaskipti hjá samband-
inu eru mjög óhentug.
Styrkveitingar sambandsins eru nú og verða vafalaust fyrst
um sinn, aðallega tengdar jarðræktinni eða ræktunarsam-
þykktunum. Ennþá hafa þær þó ekki verið í stórum stíl og
veldur tvennt. í fyrsta lagi sú mikla tregða, sem á því er, að
ræktunarsamþykktarsvæðin fái vélar, en eigi þýðir að veita
styrk meðan vélarnar fást ekki. Síðastliðið sumar komu að-
eins vélar í útt af samþykktarsvæðunum, Hrafnagils- og
Saurbæjarhrepps. Það var skurðgrafa og beltisdráttarvél, og
fékk samþykktarsvæðið kr. 8000.00 í styrk frá sambandinu.
í öðru lagi hefur sambandið eigi haft nein fjárráð til þess
að styrkja þessar framkvæmdir, svo sem ráð erfyrirgert.Enn-
þá hefur ekkert fé komið í hendur sambandsins úr Búnaðar-
málasjóði og enn eru eigi inntar af höndum greiðslur til
Stéttasambands bænda fyrir síðastliðið ár.