Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Qupperneq 66
G8
maður, kjörinn formaður þess. Svo er að sjá, sem félagið hafi
þegar ætlað sér allmiklar framkvæmdir. Sótti það um styrk
til ríkisstjórnarinnar og jarðirnar Lágafell og Blikastaði.
Um sömu mundir sótti og danskur maður, Berger að nafni,
um styrk og jarðnæði í sama augnamiði, en hvort tveggja var
synjað. Thodal stiptamtmaður, sem stöðugt vann sjálfur öt-
ullega að tilraunum, latti þess, að miklu fé yrði varið til til-
raunanna og þær gerðar í stórum stíl. Taldi hann vænlegast
að fara hægt af stað, gera tilraunir hjá einhverjum félags-
manni og vanda til þeirra. Ef vel gengi megi þá auka við.
Féll stjórninni það sjónarmið vel í geð. Hvatti hún félagið
til undirbúningstilrauna og hét því stuðningi, ef vel gengi.
Var þá þegar sýnt hversu fara mundi um störf þess. En áður
en félagið væri formlega stofnað voru, að tilhlutan forgöngu-
manna þess, tveir menn sendir utan til akuryrkjunáms,
Magnús Jónsson og Björn Björnsson, báðir af Suðurlandi.
Fóru þeir utan 1769 og komu heim að loknu námi 1773. En
félagið hafði þá ekkert tilraunasvæði handa þeim, enda þá
þegar tekið að dofna yfir því. Unnu þeir samt hjá ýmsum
félagsmönnum og virðast hafa verið dugnaðarmenn, einkum
Magnús, en hann andaðist 1777, einmitt er hann hafði feng-
ið jarðnæði og loforð um styrk hjá stjórninni til fram-
kvæmda. Var að honum hinn mesti skaði. En um sömu
undir lognaðist akuryrkjufélagið sjálft út af. Höfðu menn
þó gengið að stofnun þess fullir áhuga og bjartsýni. En vera
má, að fjarvistir Hannesar Finnssonar frá landinu á þessum
árum hafi nokkru orkað á um að svona fór, en hann var
einn hinn áhugasamasti allra félagsmanna. Ber rit hans,
„Um möguleika akuryrkju á íslandi", þess ljóst vitni. En
það kom út á dönsku 1772 og var í senn eins konar hvöt og
stefnuskrá félagsins. Rit þetta er svo merkilegt, að mér þykir
hlýða að geta efnis þess nokkru nánar. Hannes færir mörg
rök að því, að akurvrkja mætti heppnast hér á landi, eða öllu
heldur hrekur þær mótbárur, sem fram hafa komið gegn því.
Bendir hann á, að hinar misheppnuðu tilraunir um miðja