Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Side 54

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Side 54
5(3 Landbúnaður og rómantik. Fólksþurrðin í sveitunum og flóttinn frá framleiðslunni er ef til vill eitt stærsta vandamálið, sem vér þurfum við að glíma. Það er ekki aðeins nauðsynlegt að stöðva strauminn til bæjanna, heldur þarf líka að snúa ltonum við. Það er vissulega eðlilegt, að nokkur hluti þeirra, sem eru bornir og barnfæddir í sveitum, hverfi til bæjanna, en það á og þarf að vera jafneðlilegt, að margir þeirra, er í bæjununr fæðast, gerist sveitamenn. Til þess að slík gagnkvæm fólks- skipti milli sveita og bæja geti orðið, þarf að hefja í skólum landsins, og einkum í bæjunum, öfluga fræðslu Um land- búnað, þjóðfélags- og menningargildi hans, fegurð hans, fjölbreyttni, framfaramöguleika og rómantík. Nú munu einhverjir segja, að landbúnaður eigi ekkert skylt við rómantík. Hann sé bara venjulegur atvinnurekstur, þar sem aðeins gildi köld og hörð samkeppni og raunhæf hyggindi og fjárltyggja. Vera má, að örðugt reynist að hrekja þennan úrskurð, meðan fjöldinn skoðar allt sitt líf og afkomu einvörðungu frá sjónarhól efnishyggjunnar, en lætur sig sálina litlu varða. Þó vona ég, að aldrei takist að gersneyða landbúnaðinn allri rómantík og sálhyggju og breyta honum í hugsjónasnauðan verksmiðj uiðnað. Hver var þá rómantík landbúnaðarins? Hún var fólgin í listfengni og fjölbreyttni starfa og aðstæðna. Hún var snar þáttur af leikni sláttumannsins, handflýti rakstrarkonunnar, kunnáttunni að saxa og lyl'ta vænu fangi, gera sæti, sem þoldi vatn og vind, binda bagga, sem urðu fluttir um langar veg- leysur, án þess að skekkjast eða halla á. Hún var fólgin í því, að rista ýtnis konar torf, jafnlangt og jafnþykkt, hlaða vegg úr grjóti eða torfi, og fjölmörgum áþekkum heimilisstörf- um. Hún var náin þekking á búfénaðinum, einkennum og þörfum hverrar skepnu, kunnáttan að nota beit og hey, gleð- in við að reka á afrétt og fara í göngur, listin að franrleiða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.