Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Side 96
98
ystan hefur ekki þurft til að bera neitt praktískt gildi, öðru
fé fremur, til þess að réttlæta tilveru sína.
Þetta hvort tveggja veldur því, að forystan hefur haldið
velli fram á þennan dag, þrátt fyrir kynbætur síðari ára og
útrýmingu afbrigðilegra einstaklinga, sem jafnan er henni
samfara. Ýmsir undrast tilveru þessa fjár á tuttugustu öld-
inni, öld sérhæfingar og fjöldaframleiðslu og liggja jafnvel
bændum á hálsi fyrir að halda upp á slíka kynjagripi. Einnig
er þess oft spurt, hvaðan þessar skepnur séu til vor komnar,
og virðast sumir álíta, að þetta séu einhver útlend aðskota-
dýr eða jafnvel frá huldufólki komin.
Ég mun hér leilast við að skýra eðli þessa einkennilega
fjár, og tryggð þá, sem íslenzkir fjármenn hafa haldið við það
í gegnum þykkt og þunnt.
Frá öndverðu heíur sauðfjárrækt verið ein aðalatvinnu-
grein þeirra, ;em þetta land byggja. Mikill hluti daglegra
starfa og umþenkinga bóndans hlaut að snúast um sauð-
kindina, þarfir hennar og vellíðan.
Það eru almenn sannindi, að þeir, sem stöðu sinnar vegna
þurfa að hafa mikið saman við skepnur að sælda, verða fyrir
djúpum áhrifum af þeirri sambúð, kannske meiri áhrifum
en skepnan verður fyrir af manninum. Þannig er þessu farið
með bóndann eða sauðamanninn íslenzka. Stöðug sambúð
við kindina frá blautu barnsbeini, eftirlit með röð kynslóð-
anna, umhyggja og forsjá vetur, vor og haust, allt það, sem
myndar þungamiðjuna í lífi fjármannsins, hefur gert líf og
stríð kindanna að hluta af hans eigin lífi og stríði. Hjörðin
er hluti af honum eða hann hluti af hjörðinni. í krafti þessa
sér hann sjálfan sig og hlutverk sitt í öðru Ijósi en aðrir sjá
það. Hann á hlutdeild í heimi, sem aðrir ekki þekkja. Fjár-
manninum hefur kindin löngum verið miklu meira en lífs-
bjargarvonin ein saman, meira en kjöt, mjólk og mör til að
seðja með hungrið. Hún er fyrst og fremst lifandi vera, sjálf-
stæður einstaklingur, sem á samleið með honum nokkurn
spöl á ævibrautinni. Hún er bjargræði hans að vísu, en um