Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 63
65
á Miklabæ í Blönduhlíð liafi nokkrar kornstangir með
fullþroskuðum kjörnum staðið á kirkjuveggnum í skjóli af
risi kirkjunnar.13) Norðanlands mun einkum hafa verið sáð
höfrum.
A Suður- og Suðvesturlandi lýsa þeir félagar tilraununum
og árangri þeirra á 5 stöðum. Höfðu þær þá verið gerðar þar
í 2—5 ár, en árangur var sorglega lítill.
Á Hlíðarenda var fyrst sáð 1754 kvartili af korni í akur-
spildu í túni. Fékkst þá hálftunna af vel þroskuðu korni, en
hitt var miklu meira, sem var með linum kjarna og einungis
notað til fóðurs. Árið eftir varð uppskeran enn rýrari og
1756 vantaði útsæði, og taldi hinn erlendi bóndi tilraunina
misheppnaða með öllu. Mjög svipuð var sagan á Móeiðar-
hvoli, bæði um val akurlendis og árangur. Kjarninn í öxun-
um varð allstór en harðnaði ekki til fulls og var því talinn
óhæfur til annars en fóðurs. Á báðum þessum stöðum var
sáð byggi, vetrar- og vorrúgi. Enn ver gekk í Hjálmholti.
Þar spratt ekkert, enda lá akurinn að nokkru leyti í mýri.
I hann hafði verið borin kúamykja, en af henni barst svo
mikill arfi í akurinn, að hann kæfði sáðgresið, það litla, er
upp kom.
Langmestar og víðtækastar voru tilraunirnar í Viðey og
Reykjavík. Voru þær undir yfirstjórn og umsjá Skúla fógeta.
Þar var sáð vetrar- og vorrúgi, byggi, liöfrum og blendings-
korni. Akurstæðið í Viðey var í lítt ræktuðu túni, en í ó-
ræktarlandi í Reykjavík. Var lítt til sparað um undirbúning
allan. Sá varð og árangurinn að öll 5 árin, sem tilraunir þær,
er þeir félagar lýsa, stóðu, náði eitthvað af korninu fullum
þroska, bezt þó bvggið og blendingskornið. Þó bar alltaf mik-
ið á því, að kjarninn í öxunum væri linur, og var kornið því
ekki þreskt en notað óþreskt til fóðurs. Fór því fjarri, að
það svaraði kostnaði.14)
Það má því segja, að tilraunir þessar bæru engan árangur
í þá átt, að hvetja menn til aukinnar jarðræktar, eða að taka
upp kornrækt Heldur munu þær hafa orkað í gagnstæða