Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Síða 40
42
leyti, í samrænii við hið háa innanlandsverð. Fyrr eða síðar
verðum við að lækka séglin til samræmis við aðra, og þá
er engin fjarstæðá að gera ráð fyrir, að landbúnaðarafurðir
vorar, einkum sauðfjárafurðirnar, geti orðið sæmilega arð-
vænlegur útflutningur.
Trú mín á framtið sauðfjárræktarinnar hérlendis bygg-
ist mest á því, að varla þarf að efa, að sauðfjárræktin gengur
sarnan í sumum þcirra larnla, sem nú hafa hana mesta, vegna
þess, að byggðin þéttist og beitarlöndin breytast í akra. Sauð-
fjárræktin hlýtur því að þokast upp í fjalfendin og norður
á takmarkalínu kornyrkjunnar, þar sem grasræktarskilyrðí
eru ágæt, en beitilönd kjarngóð og víðlend.
Ottinn við landauðn af völdum sauðfjárins ættí að vera
ástæðulaits. Þekking sú og aðstaða, er vér nú höfuin ráð á,
gerir oss mjög auðvelt að hindra slíkt. Skipuleg notkun
beitarlandsins og hæfilegt eftirlit með hjörðunum á öllum
tímum árs, gerir oss mögulegt að stórauka sauðfjárræktina,
án þess að nokkurt tjón þurfi af að hljótast. Ágæt skilyrði
víðsvegar á landinu til sauðfjárræktar er ein höfuðástæðan
fyrir því, að vér eigum að kappkosta að viðhalda bygðinni
og láta hana eigi' ganga meira saman en orðið er. Hitt er svo
annað mál, að vér verðum að kosta kapps um að fá heil-
brigðan fjárstofn, taka upp nýjar aðferðir við gæzlu hjarð-
anna og betra skipulag á hagnýtingu beitarlandsins heldur
en verið hefur.
Sveitirnar og uppeldið.
Hvers vegna kappkosta kaupstaðarbúar að senda börn sín,
á vissu reki, út í sveit til sumardvalar?
Vafalaust vegná þess, að það er viðurkennd staðreynd, að
unglingum er hollt að dvelja í svéit og svéitarstörfin séu
þroskandi fyrir þá.
Margir foreldrar í kaupstöðum, sem viðurkenna þetta og
sýna það í verkinu, eru þó í aðra röndina ákaflega skamm-