Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 102

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1946, Page 102
104 þeirra, sem bera aðra einkennandi eðlisþætti forystufjárins. Munurinn er bara sá, að litararfgengnin er ekki jafnnæm fyrir truflandi áhrifum erfðalögmálanna, og kemur því upp- runalegi liturinn miklu oftar fram en forystueðlið. Það, sem ég nú hef leitazt við að sýna fram á er það, að allir séreiginleikar forystufjárins, allt það, sem gefur því hag- rænt og fagurfræðilegt gildi fyrir íslenzka bóndann og fjár- manninn, eru leifar hins villta eðlis í fari þess, útlit fyrir- skrifað af náttúrunni, frumstæður lífsþróttur, óspjallaðar eðlishvatir. Kosti þessara eiginleika hefur bóndinn notfært sér á ein- kennilegan hátt sér til gagns og gleði í fábreytileika lífs síns. Forystan varð eftirlætisgoð hans og tryggðavinur. Því hefur liún fengið leyfi til að líta sólina fram á þenn- an dag. En nú er svo komið, að forystukindin er í háska stödd. Forystan, sem í þúsund ár hefur ráfað öræfi og klifrað fjöll lands vors, -sem frá öndverðu hefur rutt leiðina í gegnum skafla og ófærur og þráfaldlega leitt hjörðina og jafnvel eig- andann sjálfan út úr hríðinni heim í hlýju og öryggi fjárhús- anna eða með háttarlagi sínu varað við yfirvofandi byljum, nú er svo komið, segi ég, að hún er í háska stödd, háska, sem ekki verður bægt frá með þeim ráðum, sem hún hefur beitt til sigurs gegn hættum og hríðum lands síns frá ómunatíð. í þeirri tortímingarherferð, sem nú er hafin gegn sauð- fjárplágunum, er greinilegt, að gengið verður milli bols og höfuðs á öllu bezta forystufé landsins. Á næstu tveimur til þremur árum skolast það burt með öldum niðurskurðarins, og það er allsendis óvíst að hægt verði að rækta upp aftur nothæfan stofn af vestfirzkum upp- runa einum saman. Ég vil beina þeirri spurningu til sauðfjárbænda, livort ekki sé ástæða til að gera rækilega tilraun til að bjarga voru góða og gamla forystufé frá algjörri glötun, áður en það er um seinan. Ekki ætti það vera ógerningur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.