Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 2

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 2
mjólkaði kálfsmála, það er nóg handa kálfinum og má ætla, að meðal kýrnytin hafi verið um 1100 lítrar, en sjálfsagt margar mjólkað mikið minna — Ám og geitum var fært frá og þær hafðar í seli og mjólkaðar yfir sumarið. Hins vegar var nautpeningur eyrnamarkaður og rekinn til af- réttar yfir sumarið, en haldið til beitar í heimahögum að vetrinum. Veruleg breyting verður ekki á þessu búskaparlagi fyrr en á 18. öld Á 18. öldinni, og þó sérstaklega á þeirri 19., fara menn að gefa kúm meira og beita þeim minna til að leggja áherzlu á mjólkurframleiðsluna. Þannig líða ár og áratugir án mikilla breytinga, en öruggt má telja, að mjólkin úr kúm og sauðfé hefir, allt frá fornöld og til vorra daga, verið aðalstoð og bjargræði íslendinga. BÚNAÐARFÉL. ÍSLANDS OG NAUTGRIPARÆKTARFÉLÖGIN Sumarið 1902 ræður Búnaðarfélag íslands til sín ráðunaut í nautgriparækt, sem var Guðjón Guðmundsson frá Finn- bogastöðum, en hann hafði stundað búfræðinám í Dan- mörku. Hann hafði þegar forgöngu um stofnun nokkurra nautgriparæktarfélaga í landinu, gerði uppkast að lögum fyrir þau og leiðbeindi bændum um skýrsluhald o. fl. Hann ferðaðist um landið og flutti erindi um þessi mál. Eftir til- lögu Guðjóns og Búnaðarfélags íslands voru sett lög 1904, sem heimiluðu sýslunefndum að gera samþykktir um kyn- bætur nautgripa. Þau lög munu lítt hafa verið notuð. En 1928 voru sett ný lög um kynbætur nautgripa, og 1931 koma svo búfjárræktarlögin, sem m. a. gerbreyttu aðstöðu naut- griparæktunarfélaganna í landinu. Því miður naut starfs Guðjóns Guðmundssonar ekki lengi við, því hann andaðist árið 1908. Við starfi Guðjóns tók Sigurður Sigurðsson frá Langholti í eitt ár, en næstu 2 árin Ingimundur Guðmunds- son. Síðan tók Sigurður Sigurðsson aftur við ráðunauts- starfinu, ásamt fjölmörgum öðrum störfum, á vegum Bún- aðarfélags íslands. En þetta ráðunautsstarf hafði hann á 4

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.