Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Síða 8
bætzt við nýir starfsþættir svo sem rekstur sæðingastöðvar,
bygging og rekstur búfjárræktarstöðvar með afkvæmarann-
sóknum o. fl. Og ennfremur nú síðast svínaræktin með
byggingu hins nýja Grísabóls. Hér á eftir verður reynt að
gera nokkra grein fyrir liverjum og einum þessara starfs-
þátta.
Öll þessi verkefni og framkvæmd þeirra hafa að sjálfsögðu
krafizt mjög aukins fjölda starfsmanna frá því sem áður
var. Hver og einn þessara manna hefur gegnt vandasöm-
urn og ábyrgðarmiklum störfum á undanförnum árum, en
nöfn þeirra er því miður ekki unnt að telja upp í þessu
yfirliti.
STOFNUN SÆÐIN GASTÖÐVAR S. N. E.
Skömmu eftir lok síðustu heimsstyrjaldar var þess getið í
fréttum, að Hjálparstofnun hinna Sameinuðu þjóða, —
U. N. R. R. A., hefði m. a. lagt þann skerf til efnahagsvið-
reisnar í nokkrum Evrópidöndum að senda þangað sæði úr
úrvalsgripum í Bandaríkjunum og Bretlandi til að bæta
gripastofninn, þar sem þess væri þörf. Einnig var kunnugt
um, að Rússar höfðu notað sæðingar hjá sér við búpenings-
rækt fyrir þann tíma, til þess að flýta kynbótum og auka af-
not úrvalsgripa. — Árið 1945 ræðir stjórn S. N. E. um mögu-
leika á því að koma hér upp aðstöðu til gerfifrjóvgunar eða
sæðinga á kúm og auka á þann hátt notkun góðra nauta.
Hjörtur E. Þórarinsson frá Tjörn stundaði nám við Bún-
aðarháskólann í Edinborg árin 1941—1944. Sumarið 1945
dvaldi hann í Suður-Englandi hjá dr. Walten, sem var próf-
essor við landbúnaðarháskólann í Cambridge, en Dr. Walt-
en var sérfræðingur í gerfifrjóvgun búfjár. Naut Hjörtur þar
tilsagnar hans og þjálfunar hér að lútandi. Um haustið kom
svo Hjörtur heim til Islands og er þá þegar ráðinn starfs-
maður hjá Búnaðarfélagi íslands í Reykjavík. Hófust þegar
viðræður við Búnaðarfélagið varðandi samstarf þess við
S. N. E. um tilraunir til reksturs sæðingastöðvar fyrir naut-
gripi. Samdist þannig um þetta mál, að S. N. E. legði til
10