Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 9

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 9
nauðsynlega aðstöðu fyrir þessar tilraunir, en Búnaðarfé- lag Islands legði fram starf ráðunauts síns, Hjartar Þórarins- sonar, endurgjaldslaust til að byrja með. Eftir áramótin 1945—'46 fluttist Hjörtur norður til Akureyrar og hóf þegar nauðsynlegan undirbtming að hinu nýja starfi. Árið áður liafði S. N. E. keypt tvö álitleg naut úr Mývatnssveit, en Mývetningar áttu þá þegar allgóðan kúastofn. Annað nautið var frá Grænavatni og hét Suðri og hafði hlotið I. verðlaun á sýningu fyrir góð afkvæmi, en Suðri var undan Huppu nr. 12 frá Kluftum. Hitt nautið var frá Skútustöðum, en var nngt þegar það var keypt. Það hlaut nafnið Vígaskúta og fékk síðar I. verðlaun fyrir afkvæmi. Þá var og keyptur nautkálfur af úrvals kyni frá Einarsstöðum í Reykjadal, og sem þegar hlaut nafnið Skjiildur Reykdal. Margs konar undirbúningur var nú hafinn um fram- kvæmdir. Mjólkursamlag K. E. A. lánaði húspláss og að- stiiðu á Grísabóli fyrir liina nýju sæðingastöð. Þar var inn- réttað pláss fyrir nautin svo og innréttuð rannsóknastofa, er búin var nauðsynlegum tækjum liér að lútandi, sem keypt voru frá Englandi, en sum fengin að láni hérlendis. Þá var og keyptur nýr jeppabíll til ferðalaga rit um héraðið. Aðstaðan fyrir sæðingastöðina þarna á Grísabóli var þegar í upphafi í þrengra lagi, en þó einkum þegar lengra leið. En hér var um tilraun að ræða, sem óvíst var í fyrstu hvernig takast mundi, en auk þess skorti S. N. E. eigið fjármagn til þeirra framkvæmda, sem þegar voru hafnar. En Búnaðarfé- lag íslands veitti hér mikilvægt tækifæri og efnahagslegt framlag. Eyjafjarðarsýsla og Kaupfélag Eyfirðinga veittu livort um sig kr. 12.500 til styrktar þessari nýju stofnun og aðalfundur Mjólkursamlags K. E. A. veitti kr. 20.000. Sæðingastöðin tók svo til starfa í maí 1946. Þessari franr- kvæmd var yfirleitt tekið mjög vel af eyfirzkum bændum. Til ársloka 1946 voru sæddar alls 461 kýr og fengu 75% af þeim kálf við fyrstu sæðingu. Á þessum fyrsta átta mánaða starfstíma sæðingarstöðvar- innar var enginn bóndi eða kýreigandi látinn greiða fyrir þessa þjónustu, þar sem þetta var allt á tilraunaskeiði. En u

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.