Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 12
Hin forsjála stjórn Mjólkursamlagsins hafði þegar áður
krækt sér í tvö afburða-naut, sem S. N .E. fékk til afnota.
Síðan hafa nokkrir kálfar bætzt við, og nú er í ráði að ná í
ein tvii reynd kynbótanaut, ef pestarvarnir girða þá ekki
fyrir alla slíka viðleitni.
í miðjum maí 1946 rann loks upp sá dagur, að hægt væri
að sæða fyrstu kýrnar. Við auglýstum, að við mundum sæða
kýr í öllum hreppum Eyjafjarðar, allt út í Svarfaðardal, —
einnig á Svalbarðsströnd. Aðsókn var dauf í fyrstu, en brátt
eyddust efasemdirnar og bændur lærðu að meta það hagræði
að þurfa ekki að sækja naut eða leiða kú, eins og áður fyrr,
þó ekki væri nú hugsað um kynbótahlið málsins.
Um áramót höfðum við sætt um 460 kýr, og fyrstu tvo
mánuði þessa árs um 250, svo mjög er starf stöðvarinnar í
uppgangi. En þá komu snjóarnir og lokuðu, jafnvel fyrir
jeppunum, allri útsýslunni og Svalbarðsströnd að auki. Kom
sér nú vel, að svo hafði verið tilstillt, að víðast var stutt að
fara til að ná í naut eða nautkálfa.
En öll aðalskilyrði til þess, að sæðingastöð fái þrifizt er
að unnt sé að fækka þarfanautunum í sveitunum til stórra
muna, eða a. m. k. gjöra nautahaldið mjög ódýrt.
Reksturskostnaðurinn er heilmikill, áætlaður um 110.000
kr. fyrir árið 1947. Nautstollur er kr. 40,00 hjá félagsmönn-
um, svo við þyrftum að sæða nær 3000 kýr til að slétta kostn-
aðinn. En svo margar kýr eru reyndar alls ekki til á sam-
bandssvæðinu. F.g væri mjög ánægður ef við náum að sæða
helming þeirrar tölu á árinu. En svo er vonast eftir einhverj-
um opinberum styrk.
Raunar finnst mér alltaf að ekki eigi að gjöra kröfur til,
að stofnun slík sem þessi beri sig endilega, beint peningalega.
Hún á að bera sig í lengdinni með áhrifum sínum á kúa-
kynið, og það veit ég, að hún gerir, og það von bráðar, ef val
nautanna heppnast. Undir því er allt komið.
Senn er ár liðið síðan stöðin tók til starfa. Sæddar hafa
verið hátt á áttunda hundrað kúa. Um 75% hafa haldið við
fyrstu sæðingu. Fyrstu kálfarnir eru að koma í heiminn, og
með þeim kemur aukinn áhugi á málinu. Eyfirzk veðrátta
14