Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 14

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 14
þó voru sæddar á árinu 1948 alls 2.551 kýr, og fengu 71% kálf við fyrstu sæðingu. Á aðalfundi S. N. E. í maí 1949 var talið óhjákvæmilegt að minnka svæðið, sem kýr voru sæddar á, en þó skyldi öllum bændum gefin kostur á, að fá I. flokks kýr sæddar hvar sem væri á svæðinu. Sæðingagjöldin voru nú hækkuð og stöðin lokuð á sunnudögum, en nautum var hins vegar fjölgað á þeim svæðum, þar sem sæðingum var fækkað. Þessi samdráttur í þjónustu sæðingastöðvarinnar olli nokkrum vonbrigðum og óánægju hjá bændum, einkum hjá þeim, sem lengst voru í burtu. En nokkrum árum síðar, eftir að sæðingum fjölgaði á hinum nærliggjandi svæðum og sæð- ingjagjöldin voru hækkuð og fjárhagur S. N. E. tók að batna, var byrjað aftur að sæða á sunnudögum svo og að þjóna öllu sambandssvæðinu yfir sumartímann og á meðan akvegir reyndust greiðfærir. Eins og áður var getið var aðstaðan á Grísabóli fyrir sæð- ingastöðina, ekki til frambúðar. Varð því að leita nýrra úr- ræða til bættrar aðstöðu, ekki einungis vegna reksturs sæð- ingastöðvarinnar heldur einnig fyrir nautgriparæktarstarfið í heild. STOFNUN OG STARF BÚFJÁRRÆKTARSTÖÐVAR S. N. E. Árið 1954 var runnið upp og hafði S. N. E. þá starfað í 25 ár. Þátttaka hændanna í skýrsluhaldi og félagsstarfi innan nautgriparæktarfélaganna var af ýmsum ástæðum ekki mjög almenn fyrstu 15 árin. En allt krefst síns aðlögunar- og þró- unartíma. Vissulega hafði alltaf miðað dálítið í rétta átt fyrstu 15 árin, en ýmsir voru þeirra skoðunar, að ekki hefði verið nema um litla kynbckalega framför að ræða, heldur aðallega um hetri fóðrun og meðferð, enda hafði kjarn- fóðurgjöfin aukist á þessum árum um 141 kg á fullmjólka kú. Að sjálfsögðu krefst aukið mjólkurmagn og fita aukins fóðurs, þar sem venjulegt heyfóðurmagn með lítilli kjarn- fóðurgjöf nægir ekki til mikilla afkasta hjá kúnum. Hins vegar var það skoðun stjórnar S. N. E., svo og margra 16

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.