Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Síða 19
byggja þarna upp góða aðstöðu fyrir sæðingastöðina og
nautin, og það vantaði góða uppeldisstöð fyrir kálfa, kvígur
og ungneyti, sem þá voru alin í gömlum bröggum að Grísa-
bóli og síðar á Rangárvöllum. Þá var einnig mikil þörf fyrir
stækkun á ræktuðu landi bæði til heyöflunar og beitar á
sumrin. Lundseigninni fylgdi um 23 ha af ræktuðu erfða-
festulandi. Landstærð Rangárvalla var um 60 ha. og var
mestur hluti þess óræktaður. Á fyrsta ári búrekstursins var
allmikið ræst fram á Rangárvöllum, og árin 1957, 1958 og
síðar var þarna brotið til ræktunar um 38 ha lands. Árið
1963 var keypt 3ja ha ræktuð túnspilda, sem liggur sunnan
Lundshólanna og er erfðafestuland. Á þennan hátt stækkaði
ræktaða landið smám saman. Þó liefir stundum þurft að
kaupa hey eða leigja tún til heyskapar. Nú eru fengnir á
erfðafestu, og að nokkru teknir til ræktunar, 15 ha í landi
Kollugerðis. Mun nú stærð ræktaða landsins vera alls um 75
ha. í Lundi var byggt nýtt fjós fyrir 48 kýr og 2000 hesta hey-
hlaða, og var flutt í nýja fjósið þann 1. nóv. 1958. Þá var og
innréttað pláss fyrir sæðingastöðina og 10 fullorðin naut, og
var flutt í þau húsakynni þann 19. nóv. 1959. Kálfa- og
kvíguuppeldið varð enn að hafa í bröggum, en árið 1962 var
var byrjað að byggja fjós og hlöðu á Rangárvöllum fyrir
þessi ungviði og var sú bygging fuilgerð í árslok 1963. Þar
var pláss fyrir 100 ungviði á ýmsum aldri en heyhlaðan
rúmaði 1000 hesta.
GRÍSABÓL
Eins og áður var getið, tók S. N. E. Grísaból á leigu vegna
starfrækslu sæðingastöðvarinnar og uppeldis ungviða. Þar
var og svínabúið rekið áfram og oftast með allgóðum hagn-
aði. En þó að Grísaból væri á sínum tíma byggt góðan spöl
utanvið íbúðahverfi Akureyrar, fór þó svo, að með árunum
færðist byggðin þarna uppeftir, og af þeim ástæðum var þess
krafizt, að byggingar Grísabóls yrðu fjarlægðar. Af feng-
21