Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 22
TILRAUN MEÐ FÓÐRUN NAUTKÁLFA Á MJÓLKURMJÖLI
A árunum 1964 til 1966 voru gerðar þrjár kálfaeldis tilraun-
ir í Lundi á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins.
Markmið þessara tilrauna var að fá vitneskju um hvort, að
unnt væri og hagkvæmt að ala upp kálfa til slátrunar á mjólk-
urmjöli einvörðungu til 3ja mánaða aldurs. Var þá jafn-
framt leitað svars við því, hver blöndunarhlutföll mjölsins
skyldu vera í þessu kálfafóðri, á milli nýmjólkur- og undan-
rennumjöls.
Tilraunir þessar voru skipulagðar af Tilraunaráði búfjár-
ræktar, en framkvæmdina annaðist Olafur Jónsson ráðu-
nautur S. N. E. með aðstoð bústjórans í Lundi, Sigurjóns
Steinssonar.
Hér verður ekki neitt verulega greint frá niðurstöðum
þessara tilrauna, en þeim, sem vilja kynna sér þær, er hér-
með vísað á tímaritið Islenzkar landbúnaðarrannsóknir, 1.
árg., 1. hefti frá 1969, en þar ritar Olafur Jónsson ýtarlega
um framkvæmd og niðurstöður þessara rannsókna.
Markmið tilraunanna var athugun á því, hvort að hag-
kvæmara mundi vera að selja ísl. mjólkurmjöl á hinum er-
lenda heimsmarkaði, eða að nota það heima fyrir til kjöt-
framleiðslu með eldi ungkálfa.
Tilraunirnar gáfu til kynna, að ungneyti geta vel þrifist
til 3ja mánaða aldurs af mjólkurmjöli einu saman, en svo
virðist sem blanda þurfi undanrennumjölið með 20—25%
af nýmjólkurmjöli, ef kálfarnir eiga að lifa og dafna á vaxtar-
skeiðinu.
YFIRLIT ÚR SKÝRSLUM S. N. E. SÍÐAN 1930
A næstu blaðsíðum eru birtar yfirlitstölur, sem unnar hafa
verið úr ársskýrslum S. N. E. á 40 ára starfstíma. Þar er að
finna mikinn fróðleik varðandi starf og starfsárangur hjá
samtökunum á þessu tímabili.
Skýrsla þessi er nokkuð fyrirferðamikil, þar sem tölur
24