Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 25

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 25
geymt það árum saman með þessum hætti. Með vaxandi þekkingu á þessari aðferð og með notkun viðeigandi tækja er gert auðveldara og ódýrara að framkvæma rannsóknir á kynbótagildi ungnauta, og með djúpfrystingunni er hægt að geyma sæði úr góðum nautum og nota það mörgum árum eftir að þeim hefir verið fargað. A aðalfundi S. N. E. 1959 var fyrst rætt um þessa nýju frystiaðferð. Á aðalfundi 1962 var samþykkt að láta athuga um kaup á þessum djúpfrystitækjum og í ársbyrjun 1963 sendi S. N. E. forstjóra sæðingarstöðvarinnar, Hermann Jónsson, til búnaðarháskólans í Kaupmannahöfn og einnig til Svíþjóðar til að kynna sér þessi mál og athuga um kaup á nauðsynlegum tækjum hér að lútandi. Niðurstaða þessara kynnisferða var sú, að heppilegast væri fyrir S. N. E. að fresta þessum aðgerðum eitthvað, þar sem ekki lá lyrir næg athugun á því hvernig bezt mundi að haga framkvæmdum hér á landi varðandi þetta mál. Búnaðarfélag íslands ákvað nú að vinna að athugun þessari með aðstoð norsks sérfræð- ings. Niðurstaða sérfræðingsins var sú, að heppilegast mundi fyrir okkur íslendinga að stofna og reka eina nautastöð fyrir allt landið, þar sem djúpfryst yrði sæði úr I. flokks nautum og einnig úr ungnautum, sem hverju sinni væru tekin til afkvæmarannsókna. Þetta djúpfrysta sæði yrði síðan ýmist sent sæðingastöðvunum í landinu til afnota eða geymt til ráðstöfunar síðar. Þetta mál hefir þróast þannig á síðustu tveimur árum, að Búnaðarfélag íslands hefir stofnað og rek- ur nú nautastöð að Hvanneyri í Borgarfirði, og er henni ætlað að geta þjónað í þessu efni öllum nautgriparæktarfé- lögum í landinu, eftir því sem þau kunna að óska eftir. Samstarf Búnaðarfélags íslands og S. N. E. hér að lútandi hófst árið 1969. Á þessum tíma hefir Nautastöð Búnðarfé- lags Islands að Hvanneyri fengið keypt frá Brifjárræktarstöð S. N. E. sex fullorðin naut, sem öll höfðu áður fengið 1. verðlaun. Ennfremur keypti Nautastöðin á Hvanneyri sex naut frá S. N. E., sem hafa nú þegar verið tekin til afkvæma- prófunar. Auk þess keypti Nautastöðin tíu önnur ungnaut í uppeldi. 28

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.