Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 28

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 28
Árið 1946 kemur tæknifrjóvgunin, eða sæðingarnar, til sögunnar, eins og frá var skýrt. Með sæðingunum koma fram nýir möguleikar fyrir stóraukinni nýtingu góðra og reyndr? nauta, er hlotið höfðu löggilta dóma. Sasðingastiið S. N. E. var sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, en með stofnun hennar og rekstri var boðið upp á mikilvæga möguleika varðandi kynbótastarfið, enda þótt slíkir möguleikar væru í fyrstu ekki nýttir sem skyldi og bar margt til. Sumir bændur báru takmarkað traust til góðs árangurs sæðinganna og notuðu því eins og áður þau naut, sem naut- griparæktarfélögin áttu og ólu heima í hreppunum. Sumir bændur kusu að nota sína eigin nautkálfa og ungnaut, þótt erfðagildi þeirra væri að sjálfsögðu algjörlega óþekkt. Þetta viðhorf hjá allmörgum bændum héraðsins gat að vísu ekki talizt óeðlilegt. Margir bændur taka nýjungum með varúð, en sumir eru íhaldssamir og tortryggnir varðandi allt nýtt og óþekkt, þar til löng og örugg reynsla hefir verið fengin. Þannig reyndist þetta hér fyrstu 6—8 starfsár sæðingastöðv- arinnar, en eftir þann aðlögunartíma verður á þessu all- mikil breyting. Þarfanautin í hreppunum hverfa smám saman, enda kostaði eldi þeirra og pössun árlegt og vaxandi reksturstap hjá nautgriparæktarfélögunum. Stofnun og rekstur kynbótastöðvar hafði lengi verið á dagskrá hjá S. N. E. Með hverju ári sem leið kom betur í ljós, að nauðsynlegt var að byggja upp slíka stöð. Hraðvax- andi notkun sæðingastöðvarinnar krafðizt fjölgunar á full- reyndum og góðum nautum, en reynsla undangenginna ára hafði sýnt mjög glögglega, að úrskurður um kynbótagildi hinna notuðu nauta fékkst sjaldan fyrr en þau voru annað- hvort orðin allgömul eða að búið var að farga þeim af ein- hverjum ástæðum. Á hinni nýju kynbóta- eða búfjárræktar- stöð átti hins vegar að fara fram, á sem stytztum tíma, rann- sókn á því, hvort að ungu nautin, sem tekin væru í tilraun- ina, væru gædd því kynbótagildi, sem leitað var eftir. Undirbúningur þessara rannsókna hófst árið 1954 með því að valin voru tvö fyrstu tilraunanautin: Völlur nr. 180 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.