Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 28

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 28
Árið 1946 kemur tæknifrjóvgunin, eða sæðingarnar, til sögunnar, eins og frá var skýrt. Með sæðingunum koma fram nýir möguleikar fyrir stóraukinni nýtingu góðra og reyndr? nauta, er hlotið höfðu löggilta dóma. Sasðingastiið S. N. E. var sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, en með stofnun hennar og rekstri var boðið upp á mikilvæga möguleika varðandi kynbótastarfið, enda þótt slíkir möguleikar væru í fyrstu ekki nýttir sem skyldi og bar margt til. Sumir bændur báru takmarkað traust til góðs árangurs sæðinganna og notuðu því eins og áður þau naut, sem naut- griparæktarfélögin áttu og ólu heima í hreppunum. Sumir bændur kusu að nota sína eigin nautkálfa og ungnaut, þótt erfðagildi þeirra væri að sjálfsögðu algjörlega óþekkt. Þetta viðhorf hjá allmörgum bændum héraðsins gat að vísu ekki talizt óeðlilegt. Margir bændur taka nýjungum með varúð, en sumir eru íhaldssamir og tortryggnir varðandi allt nýtt og óþekkt, þar til löng og örugg reynsla hefir verið fengin. Þannig reyndist þetta hér fyrstu 6—8 starfsár sæðingastöðv- arinnar, en eftir þann aðlögunartíma verður á þessu all- mikil breyting. Þarfanautin í hreppunum hverfa smám saman, enda kostaði eldi þeirra og pössun árlegt og vaxandi reksturstap hjá nautgriparæktarfélögunum. Stofnun og rekstur kynbótastöðvar hafði lengi verið á dagskrá hjá S. N. E. Með hverju ári sem leið kom betur í ljós, að nauðsynlegt var að byggja upp slíka stöð. Hraðvax- andi notkun sæðingastöðvarinnar krafðizt fjölgunar á full- reyndum og góðum nautum, en reynsla undangenginna ára hafði sýnt mjög glögglega, að úrskurður um kynbótagildi hinna notuðu nauta fékkst sjaldan fyrr en þau voru annað- hvort orðin allgömul eða að búið var að farga þeim af ein- hverjum ástæðum. Á hinni nýju kynbóta- eða búfjárræktar- stöð átti hins vegar að fara fram, á sem stytztum tíma, rann- sókn á því, hvort að ungu nautin, sem tekin væru í tilraun- ina, væru gædd því kynbótagildi, sem leitað var eftir. Undirbúningur þessara rannsókna hófst árið 1954 með því að valin voru tvö fyrstu tilraunanautin: Völlur nr. 180 31

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.