Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 29

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 29
og Ægir nr. 181. Frá þessum tilraunum og niðurstöðum þeirra segir í ritgerðum Olafs Jónssonar ráðunauts í Ars- riti Ræktunarfélags Norðurlands 1959, 1960 og 1961, eins og áður var getið. Sams konar rannsóknir hafa síðan farið fram árlega á Búfjárræktarstöðinni í Lundi, eftir tillögum og undir stjórn ráðunauta S. N. E. Á þeim árum, sem síðan eru liðin, hafa verið tekin til rannsókna alls 28 naut. Útkoman liefir orðið sú, að þótt reynt hafi verið eftir be/.tu getu að velja þessi ungnaut undan afurðamiklum og góðum kúm og nautum, er hlotið hafa 1. verðlaun, þá hafa aðeins 14 af þessum nautum reynzt hafa góða erfðaeiginleika, en hin 14 tilraunanautin hafa reynzt vera gölluð eða léleg og verið dæmd óhæf til notk- unar og því verið fargað. Með þessum tilraunum og félags- legu samstarfi hefir miklum verðmætum verið bjargað. Á árunum 1980 til 1969, eða á 40 ára starfstima S. N. E., hafa ársafköst fullmjólka kúa á félagssvæðinu verið sem hér segir: Ár Nyt í kg Fitueiningar 1930 2.700 9.700 1940 2.870 10.770 1950 3.030 11.400 1960 3.620 13.460 1969 4.060 16.700 Samtals aukning í 40 ár 1.360 7.000 Af þessu yfirliti sézt, að meðalafköst eyfirzku kúnna á hinu umrædda tímabili liafa aukizt mikið, bæði hvað snertir mjólkurmagn og fitu. Þennan árangur má að verulegu leyti þakka samstarfi bændanna, sem árlega hafa haldið skýrslur um kýr sínar, svo og ráðunautum þeirra, er unnið hafa mikið og gott starf hér að lútandi. Aukin og bætt fóðrun kúnna, svo og öll hirðing þeirra, hefir og haft samverkandi þýðingu. Þó munu engir þættir starfsins hafa reynzt jafn 32

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.