Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 31

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 31
ÓLAFUR JÓNSSON: KAL OG KENNINGAR Á liðnu hausti 1970 flutti Ólafur Jónsson tvö erindi í búnaðarþætti ríkisútvarpsins. Nefndi Ólafur þessi erindi sín, það fyrra, „Kal og kenningar“ og það síðara „Endurræktun". Ólafur hefur góðfúslega leyft að birta þessi erindi sín í Ársriti Ræktunarfélags Norðurlands, og er það vel, að erindin komi einnig fyrir sjónir manna. — Ritstj. Kal hefur verið tilþrifamikið hér á landi síðustu árin og er því stöðugt til umræðu. Mjög eru skoðanir skiptar um or- sakir þessa vágests, en þeir, sem bezt þykjast vita, telja þær margar og mun það rétt vera. Öllum fjöldanum hættir þó til að bíta sig í einhverja ástæðu, er öllum öðrum fremur valdi kalplágunni. Ber þar á góma kenningar eins og: Eitrun jarðvegsins með óhæfum, tilbúnum áburði, lélega og ófull- komna ræktun, kalkvöntun og því um líkt. Ekki tek ég fyrir, að þetta og margt fleira geti stutt að kali, en þó varla sem frumorsök, þegar um útbreitt kal er að ræða, en það er frumorsökin, sem fyrst ber að leita eftir og síðan leysa staðbundnari vandamál eftir því, sem verða má. Nú mun því svo farið, að frumorsakirnar eru engan vegin ávallt þær sömu eða eins frá ári til árs, jafnvel ekki heldur frá einu héraði til annars og verður því að meta hvert kal- tímabil, og ef til vill hvert kalsvæði, út af fyrir sig. Það mun þó sanni næst, að frumorsakir kals eru ávallt veðurfarslegar, en geta þó orðið með næsta ólíku móti, og kemur því fyrst til álita hvers konar kal er á ferðinni í hvert sinni. Það er á þessum grundvelli, sem kalrannsóknir verð- ur að byggja, og þarf engan að undra þótt seint sækist að fá örugga fótfestu á þeim margslungna vettvangi, en meðan svo er, hljóta að verða uppi margar kenningar, studdar misjafnri reynslu, og er engin ástæða til að harma slíkt. 34

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.