Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Síða 35

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Síða 35
þar sem snjóþyngsli eru meiri en tíðast er, og mun snjórinn því verja þau betur fyrir kali en almennt gerist. Ekki mun þó þessi kenning heldur fá staðizt, því hvort tveggja er, að mörg þessara túna kól eigi síður en önnur tún, meðan þau voru í notkun, og svo eru nú sums staðar eyðijarðir í miðri sveit með áþekk skilyrði og aðrar jarðir, sem kalið ásækir. Þá má einnig benda á það, að flestar þessara eyðijarða eru notaðar að einhverju leyti. Sumar slegnar einu sinni, eða að minnsta kosti beittar nokkuð, ef þær þá ekki liggja alveg opnar fyrir beit. Sannleikurinn er sá, að það er erfitt að verjast þeirri hugsun, að það sé notkun túnanna, sem á einn eða annan hátt á mikinn hlut í kalinu, en á hvern hátt það má vera er örðugra að svara. Það mun að vonum þykja léleg úrlausn á kalvandamálinu að hætta að nytja túnin. Hitt kemur til álita, hvort við nytjum þau á réttan hátt. Ekki er langt síðan sú skoðun var nokkuð algeng, að með því að auka áburðinn, mætti auka afrakstur túnanna næstum takmarkalaust, og bændum, sem bjuggu við lítil tún og landþrengsli, var ráðlagt að hamla gegn heyskorti með auknu áburðarmagni. Þá hófst tímabil óhófslegra áburðarskammta, og mikill áburður var borinn á túnin milli slátta og þá oft seint á sprettutímanum. Fljótlega tók þó að bera á því, að áburðurinn einn nægir ekki til þess að tún spretti, og að stóru áburðarskammtarnir juku kalhættuna verulega, einkum þegar seint var borið á. Það hefur sem sé sýnt sig, að afrakstur túnanna er ekki að- eins háður áburði, heldur einnig jarðvegsástandi, veðurfari og meðferð, og að því eru viss takmörk sett hvað túnin geta gefið af sér við hverjar aðstæður. Mér er ekki grunlaust um, að við ætlumst oft til of mikils af túnum okkar, lítt ræktuð- um og við kólnandi veðurfar. Við skulum nú aðeins virða fyrir okkur lauslega, hvernig notkun túnanna er oft og tíðum háttað. Á vorin, óðar og túnin byrja að gróa, eru þau notuð til beitar fyrir lambfé og síðar fyrir nautpening, og varir sú beit venjulega látlaust fram í júní. Þessi vorbeit er að sjálf- 38
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.