Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 36

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 36
sögðu þeim mun lengri og því róttækari, sem vorin eru kald- ari og sprettan hægari. Stundum er svo ekki borinn á tilbú- inn áburður fyrr en beitinni linnir, þó er oft eitthvað af áburði borið á fyrr, ef á það þykir hættandi vegna beitar- innar, því víða spretta túnin ekki til beitar fyrr en borið hefur verið á. Varla er þess að vænta, að þessi tún verði slæg fyrr en komið er fram í júlí. Þá er slegið og þegar hirð- ingu er lokið er borinn á vænn skammtur af köfnunarefnis- áburði, til þess að knýja fram nokkra háarsprettu. Háar- slætti verður þá tæplega lokið fyrr en í septemberbyrjun, en skömmu síðar hefst svo haustbeit túnanna, sem varir fram í frost og snjóa. Þyki ekki taka því að slá túnin tvisvar, eru þau beitt þeim mun meira að haustinu. Þess er varla að vænta, að mörg tún þoli slíkt álag án þess á sjái og sízt ef um rætin og ófrjó nýræktartún er að ræða, og þegar sprettuskilyrði, af veðurfarslegum ástæðum, eru nokkuð undir meðallagi. Ekki er ósennilegt, að það sem ver túnin á eyðibýlunum fyrir kali, sé grasþófinn, er verður á milli svellanna og gras- rótarinnar. Hann verkar sem nokkurs konar einangrun og veldur því, að svellin verða livorki eins þétt og loftlaus eða aðgangshörð við jarðstöngla jurtanna, eins og þar, sem þetta hlífðarlag vantar. Sé þetta rétt, ætti að vera til bóta, að túnin fái frið til að spretta nokkuð að haustinu áður en vetur geng- ur í garð. Það ætti að vera tiltölulega auðvelt að gera athuganir á þessu, en sjálfur hefði ég séð átakanleg dæmi þess hve síð- slegin tún verða oft hart úti vegna kals. Hins vegar er sjald- an um öruggan samanburð að ræða, því þau tún, sem ekki eru slegin seint, eru beitt að haustinu og kemur því nokkuð í sama stað niður. Þó minnist ég þess einu sinni að hafa séð mjög glöggan mun á haustslætti og ekki haustslætti. Það var á nokkura ára gamalli nýrækt, langri en fremur mjórri, á flötu landi. Sléttan var afgirt sérstaklega og því varin fyrir beit. Bóndinn hafði byrjað að slá hana að haustinu með sláttuvél, en er hann hafði sfegið nokkra hringi, fannst honum afraksturinn svo rýr, að hann hætti og stóð því eftir á 39

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.