Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Qupperneq 38
Auðvitað má hafa aðra tilhögun á þessu en þá, er ég hefi
lagt til og verður hver og einn að prófa sig áfram með hve
mikið álag tún hans þolir. Það ber einnig að liafa það hug-
fast, að hér er aðeins um kenningu að ræða og verður því
ekkert fullyrt um árangurinn, en meðan við eigum ekki völ á
haldbetri þekkingu, er þess vert að reyna þetta. Sú staðreynd
er að minnsta kosti óhögguð, að kalið í túnunum stór-
minnkar eða hverfur með öllu þegar hætt er að nytja þau, og
það þótt þau séu ekki friðuð fyrir sumarbeit. Liggur því nær
að álykta, að nytjunin eigi á einhvern hátt þátt í kalinu.
Það virðist líka ofur eðlilegt, að ofnotkun túnanna stuðli
að kalskemmdum, og að þetta ágerist með kólnandi veðr-
áttu og minnkandi sprettu, en þar sem túnin eru fyrst og
fremst ætluð til fóðuröflunar, verðum við umfram allt að
reyna að létta af þeim beitinni. Hún er laundrjúg og tekur
oft meira til sín en okkur grunar. Einkum er það þó haust-
beitin, sem gjalda verður varnaði við og auðveldast er að
leggja niður. Þegar túnin eru slegin, ber að hafa þetta hug-
fast: Að hefja fyrri slátt svo snemma, þegar tvíslegið er, að
háarsláttur dragist ekki langt fram í ágústmánuð og að draga
ekki sláttinn svo lengi, ef einslegið er, að grasið spretti stór-
legfa úr sér os: fúni í rót. Slíkt g;etur að vísu s;efið vaxtarauka
en ekki fóðurauka, tefur stórlega endursprettu og dregur úr
þoli jurtanna gegn kali. Avallt ber að slá svo snemma, að
túnin geti sprottið nokkuð upp aftur, áður en vetur gengur
í garð, því rætur og jarðstönglar þurfa skjóls með og hlífðar
sregn kulda os; áfrera.
Vera má, að þessar ráðleggingar mínar hrökkvi skammt í
baráttunni við kalið, en í sambandi við þær ber að hafa
hugfast, að þær eru miðaðar við að verjast kali, en ekki að
bæta úr skaðanum, þegar hann er orðinn. Þá ber og að minn-
ast þess, að kal verður með mörgu móti, hefur valdið tjóni
svo langt, sem vitað er, og ekki er líklegt, að við því finnist
nein allsherjarvörn. Engu að síður finnst mér aðkallandi,
að fá úr því skorið, hvers vegna tún á eyðibýlum kala síður
en þau tún, sem eru i fullri notkun.
41