Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Blaðsíða 43
ingar, sem á er byggjandi. Þó virðist mega ætla, að dætur
hans séu ófrjósamar.
Leiri 105 var einnig frá Syðra-Álandi. Móðir hans Leira 2
var frjósöm og mikil afurðaær. Niðurstöður þær, sem hér
liggja fyrir, benda til, að Leiri hafi gefið dætur, sem eru
mjög nærri meðallagi. Á Syðra-Álandi hafa dætur hans reynzt
mun frjósamari en dætur Gyllis, en hafa ekki sýnt sérstaka
afurðagetu.
Ás 102. Um hann er ekkert hægt að álykta út frá þeim
tölum, sem hér liggja fyrir. Virðast tölur þessar þó vera
honum í hag ef eitthvað er.
Spakur 150 hlaut I. heiðursverðlaun fyrir afkvæmi haustið
1966. Var það haust tekinn á sæðingarstöðina og notaður þar
einn vetur. Við niðurstöður þær, sem hér birtast er það að
athuga, að þessar dætur Spaks 150 eru ekki tilkomnar við
sæðingu. Þær eru allar úr sf. Mývetninga. Má ætla, að mæð-
ur þessa dætrahóps séu betur valdar og jafnbetri en mæður
dætra sæðishrútanna. Niðurstöðurnar virðast þó mega túlka
þannig, að dætur Spaks séu góðar afurðaær, og tölurnar frá
Hesti renna ótvírætt stoðum undir þessa skoðun.
Um Rosta 202 og Fífil liggja aðeins fyrir upplýsingar frá
Hesti haustið 1969, sem fyrir Fífil lofa ekki góðu.
Um Kjarna 72 er lítið vitað, en á Grímsstöðum í Mývatns-
sveit, þar sem hann var notaður áður en hann kom að Lundi,
hafa veriðmjög miklar afurðir síðustu árin, með þeim hæstu,
sem dæmi eru um hérlendis.
Að fengnum þessum niðurstöðum virðist, að Spakur 73
og Spakur 150 hafi bætt ærstofninn. í ætt Gyllis kemur fram
ófrjósemi og þekking á dætrum hans, úr skýrslum sauðfjár-
ræktarfélaganna bendir í sömu átt.
Dætur Þokka eru í meðallagi góðar mjólkurær, lömb
þeirra eru léttari en lömb jafngamalla áa, en kjötprósenta
er hærri. Frjósemin er góð.
í Ársriti Rf. Nl. 1966, gerðu Sigurjón Steinsson og Ævarr
Hjartarson grein fyrir vænleika lamba undan þeim hrút-
um, sem notaðir voru á Sauðfjársæðingastöðinni að Lundi,
haustið 1964.
46