Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Síða 47
Mynd. 1. Þessi mytid
sjnir efst kartöflur,
sem vaxið hafa við
kalsíumskort.
Heilbrigðar kartöflur
eru neðst d myndinni.
Skortseinkenni
kartaflanna Hkjast
þeim, sem voru á
kartöflum í
Teigsgarðinum 1968
og 1969.
Myndin tekin úr
bókinni: The Diagnos 's
of Mineral
Deficiences in plants
by visual Symptoms.(9)
þeim, sem tilraunin var gerð í. Spruttu kartöflur mjög illa
1968, þrátt fyrir það, að grös stæðu alllengi fram eftir hausti.
A því sumri voru grösin og undirvöxtur skoðaður og kom
í ljós, að undir mjög mörgum grösunum voru kartöflurnar
þannig, að heill fjöldi var undir af smælki, sumt af því brún-
flekkótt, og fyrir kom, að kartöfluber voru vaxin við stöng-
ul, jafnvel nokkuð upp úr jörð. Álíka einkenni og þessi
hafði ég að vísu séð í görðum áður, en aldrei í þvílíkum
mæli fyrr, og ekki varð fundið í bókum af hverju þetta
stafaði. Það sem líkast fannst, benti helzt á kalsíumskort
(sjá rnynd 1). Voru af þeim sökum tekin moldarsýni úr garð-
inum haustið 1968 og þau efnagreind. Niðurstöður þeirra
greininga sýndu aftur á móti, að kalsíummagn í jarðveg-
inum var allhátt og stangaðist þannig á við fyrri ágizkanir
um kalsíumskort. Þar sem ákveðið var að gera tilraun með
niðurfellingu á áburði, þótti rétt að nota þá tilraun ögn
meir og freista þess að finna hvað valdið hefði sprettuleysi
50