Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 52

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 52
einkenni á kartöflunum árið 1968. Það voru margar smáar undir hverju grasi og margar með brúnum blettum. í til- raununum 1969 kom það greinilega í ljós, að kartöflur undan þeim grösum, sem fengið höfðu bóráburð voru lausar við þennan ágalla, en kartöflur úr reitum án bórs báru enn sömu einkennin og mest voru áberandi árið áður. 1 bókum má lesa nokkuð um nauðsyn þess, að lítillega sé af bór í næringu jurta. Er getið um margháttuð störf, sem bór er talið vinna í plöntunni og má þar til nefna sykur- llutning í plöntunni og stjórnun á vatnsmagni frumanna. Þá er álitið, að bór hafi áhrif á efnabreytingar köfnunar- efnissambanda í plöntunni. Það er ljóst, að allir þessir þættir geta baft úrslita þýðingu um uppskerumagn. Aftur á móti verður tæplega nokkuð af þeim ráðið um útlitseinkenni þau, sem voru á kartöflunum í garðinum á Teigi. Hins vegar er ekki úr vegi að ætla, að bórskortur geti orðið meira áberandi í þurrum árum en voturn, ef marka má hugmyndir um það, að bór stjórni vatnsmagni frumanna. I því sambandi er rétt að geta þess, að tíðarfar var mun betra til sprettu sumarið 1969 en 1968. Er því til sönnunar færðar í töflu 4 niðurstöður veðurathugana frá þessum sumr- um úr Gróðrarstöðinni við Akureyri og veðurathugunarstöð- inni á Akureyri (8). Teigur í Hrafnagilshreppi er aðeins um 7 km innan við Akureyri og veðurfar þar því að líkindum mjög svipað. Á tiilum í töflu 4 sézt, að sumarið 1969 er hagstæðara fyrir vöxt kartaflna en 1968. Má benda á, að mun rakara er 1969, bæði meiri tirkoma í júlí og ágúst, lielztu vaxtarmánuðina, og rakastig nokkru hærra alla sumarmánuðina það ár. — Einnig eru færri frostnætur 1969 en 1968. Hitamagn fyrir júní—sept. er svipað bæði árin, en 1969 er ágúst sérstaklega hagstæður fyrir kartöflusprettu, en tíðarfar í þeim mánuði hefur e. t. v. afgerandi áhrif á það, hvort viðunandi uppskera fæst. Vegna bins tiltölulega hagstæða tíðarfars 1969 var sprettan á bórlausu reitunum þó ekki verri en raun bar vitni, en hún var áberandi betri en 1968. Gerðar voru nokkrar efnagreiningar á steinefnamagni

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.