Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 54

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Page 54
SAMANDREGIÐ YFIRLIT Tilraunir með bór sem áburðarefni hafa verið mjög af skornum skammti hér á landi. Lengi hefur þó verið vitað um bórskort í káli og rófttm og ráðlagt hefur verið að bera á bórax til lækningar því. Alla kortlagningu vantar á því, livar bórskortur er mestur og við hvaða skilyrði hann er mest áberandi. Efnagreiningar á bóri í jarðvegi og upp- skeru eru svo til engar til hérlendis. Greinilegt er því, að hér þarf að gera átak til úrbóta. I grein þessari er fjallað um tilraun með bóráburð á kart- öflur á Teigi í Hrafnagilshreppi. Niðurstciður liennar sýna, að uppskeruauki fyrir bc'ir á kartöflur er allverulegur, eða 34 hkg/ha af söluhæfum kartöflum. Skortseinkenni, sem verið höfðu á kartöflum í garði þessum, voru að mestu horf- in á kartöflum úr reitum, sem fengið höfðu bór. Steinefnamagn reyndist óháð því, hvort á var borið bór eða ekki. Áberandi er hve kalímagn kartaflna er hátt. HEIMILDASKRÁ 1. Gisli Krist jánsson, 1951: Bór. Freyr 46. árg., bls. 44. 2. Gisli Kristjánsson, 1962: Bór er áburðarefni. Freyr 58. árg., bls. 184. 3. Handbák btenda. 4. Hvatum, O. 0., 1965: Bestemmelse av varmtvannl0selig bor i jordpr0ver fra norske borgj0dslingsfors0k. Meldinger fra Norges Landbrnksh0jskole. Vol 44, no. 1. 5. Magnús Óskarsson, 1969: Jarðræktarfræði, kafli 1: Áburðarfræði. 6. Philipson, T., 1955: Boron in plant and soil, with special regard to Swedish agriculture. Acta Agriculture Scandinavia. Vol. III: 2, 121—242. 7. Skýrslur tilraunastöðvanna, 1961—1964. 8. Veðráttan, 1968 og 1969. 9. Wallace, T. 1961: The Diagnosis of Mineral Deficiences in plants by visual Symptoms. l’ublisbed by Her Majesty’s Stationery Office, London. 57

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.