Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 56

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 56
Sá Ijóður var þó á þessari endurræktun, að Iiún var of seinleg. Hún var að raestu handunnin og krafðist því alltof mikils vinnuafls. Þegar vinnuaflið í sveitunum þvarr, gekk hvorki né rak með þessari aðferð. Hins vegar leiddi hún ýmislegt athyglisvert í ljós, sem of lítill gaumur hefur verið gefinn. Hún sannfærði flesta um það, að sléttun túnanna var stór ávinningur, og hún leiddi einnig í ljós, að sprettan varð bæði mikil og örugg ef búfjáráburður var borinn ríf- lega undir þökurnar. Hins vegar virtist nteðferðin á þök- unum ekki skipta miklu máli, þótt þær t.d. væru látnar liggja í bunkum frá hausti til vors. Þá kom og í ljós, að áríð- andi var að losna sem fljótast við yfirborðsvatn af sléttun- um, og í þeim tilgangi urðu beðaslétturnar til. Vatnið fékk lítið viðnám á beðunum sjálfum, en rann fljótlega niður í lægðirnar milli þeirra og síðan eftir þeim. Skemmdir af vatninu, ef einhverjar urðu, komu þá aðallega fram í lægð- unum. Þetta voru fyrstu tilburðir okkar til endurræktunar tún- anna. Að sjálfsögðu var það sléttun þeirra, sem mest rak á eftir, en líka sýndi sig, að vel gerðar þaksléttur gáfu mun meiri uppskeru en túnþýfið. Af ástæðum, sem ekki þarf að rekja, náði þó þessi viðleitni skammt, og var að lokum mikið af túnþýfi sléttað með nútíma aðferðum, jarðýtum og herfum eða tæturum, og flögin ýmist látin gróa upp af sjálfsdáðum eða sáð í þau grasfræi. Þetta ti'ikst oft vel, en reyndist þó nokkuð vandhæfara en þaksléttan, og mun eink- um hafa skort á, að búfjáráburður nýttist eins vel í Jiessum sléttum, eins og þegar hann var borinn undir þökurnar. Svo voru Jæssar sléttur líka oft viðkvæmari fyrir veðurfari, Jmrrki og áfrerum, auk þess sem illgresi olli }>ar stundum tjóni. — Það fór nefnilega svo, að um leið og við hurfum frá þakslétt- unni til stórvirkari ræktunarhátta, þá fleygðum við frá okkur þeirri reynslu í ræktunarmálum, er hún hafði aflað okkur. Þegar hér er komið sögu, er nýræktin orðin svo yfirgnæf- andi þáttur í ræktun okkar, að endurræktun gömlu, þýfðu túnanna er orðin algert aukaatriði, er sjá má bezt á því að greiða verður tvöfaldan ræktunarstyrk til þess að fá sléttun 59

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.